Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 21
TIMARIT MALS OG MENJJINGAR
15
arþættinum, — og samtal þeirra Borgens I Valur Gíslasón) á eftir.
Það var auðvelt að gagnrýna báða, en samt, þetta var sjónleikur,
maður gleymdi hvar maður var staddur.
Altaristafla Guðmundar Thorsteinssonar, sem hann gerði helsjúk-
ur og dó frá hálfunninni, er eitthvert helzta kristilegt listaverk unnið
af Islendingi á síðari tímum; samt mjög óíslenzkt verk. Myndin er
gerð undir sterkum áhrifum ítalskrar helgimyndlistar, þó þessi gerð
altaristöflu sé að vísu prótestantiskt, meira að segja síð-prótestant-
iskt fyrirbrigði. Hið ítalska landslag í haksýn töflunnar hefur sama
blæ og almenningur kannast við, t. d. úr la Gioconda (Mónu Lísui
og Kvöldmáltíðinni. En það er ekki aðeins landið, sem er ættað úr
ítalskri miðaldalist, heldur eiga mannamyndirnar einnig kyn þang-
að, ég held einna helzt til hinna svokölluðu „frumstæðu“ meistara
Síena-skólans (13. og 14. öld, Duccio og þeir). Taflan er merkileg-
ur vottur um hrifningu gáfaðs norræns listamanns af fornri suð-
rænni skólavenju, án þess að vera þó eftiröpun, — öðru nær, í
mynd þessari er ríkari en nokkru sinni sá persónulegi töfrablær.
sem aldrei var fjarri handaverkum þessa manns. Frá sjónarmiði
efnisins geymir myndin ýmsa þáttu, sem freisting væri að rekja í
lengra máli en hér er kostur. Það hvílir yfir henni allri einhver á-
takanleg tristesse, dapurleiki hugans, sjúkleg örvæntingarkennd —
eins og reyndar öllum kristnum skáldskap, þar sem kraftaverkið er
gert að höfuðatriði, hin yfirnáttúrlega, andskynsamlega lækning. I
einu brýtur taflan mjög alla rétttrúaða hefð og jaðrar við „sið-
spillingu“: lausnarinn er vera einhvers staðar milli karls og konu,
og þó nær því að vera kona, fögur en óskyld mannlegu lífi, yfir
það hafin, meðaumkvunarlaus. Milli þessarar upphöfnu guðlegu
myndar og mannlegrar lítillækkunar skapast í töflunni ósamrýman-
legar andstæður. Vilji menn sjá mynd, þar sem skyldleikasamband-
ið milli „hins háa“ og „hins lága“ er gert að höfuðatriði, gagnstætt
því, sem hér er, þá er ráð að skoða litla mynd eftir Kjarval á múr
í Landsbankanum (hægra megin við biðstofudyrnar uppij, af and-
liti sjómanns og höfði fisks. En horfi maður á víxl af andliti lausn-
arans í andlit hins blinda á altaristöflu Muggs, finnst glöggt, að
milli þessa tvenns, hins guðlega og hins mannlega, er engin sam-
eining hugsanleg í þessari töflu. aðeins sívíkkandi óbrúanleiki -