Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 108
102 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sinn viS giftusamleg nýmæli. Er í því sambandi ljúft og skylt að geta þess hér, að hann var frá öndverðu hlynntur Máli og menn- ingu og átti sæti í félagsráði þess. Aðalsteinn Sigmundsson var maður mjög þjóðrækinn og mikill unnandi fagurra lista, enda sjálfur vel liagur á hönd sem tungu, — ritaði og þýddi meðal annars ýmsar góðar bækur, sem kunnugt er. Umhyggja hans fyrir listamönnum var traust og fölskvalaus, enda studdi hann tíðum efnismenn til listarnáms, sem og raunar margs annars frama. Sjálfur átti ég því láni að fagna að njóta árum sam- an óbilandi hollustu hans og man fáa, sem jafn annt létu sér um hlut minn í hvívetna. Undraðist ég oft hina þjálfuðu skapgerð þessa hljóða manns, sem í eðli sínu var haldinn nokkurri hneigð til einþykkni, jafnvel íhaldssemi, en ræktaði þó hið innra með sér einlægari félagshyggju og dýpri ást á nýsköpun en ýmsir þeir, sem léttari voru í vöfunum. Betri félaga en Aðalstein, á hvaða veguin sem var, er erfitt að hugsa sér. Fyrir nokkrum árum talaðist svo til, að ég brygði mér með honum til Færeyja, ásamt fimm námssveinum hans, en þar var hann mikill aufúsugestur og kær vinur lands og þjóðar. Ferð þessi er mér næsta minnisstæð fyrir margra hluta sakir, ekki sízt samvistir okkar við Símun skáld av Skarði, hinn ágætasta mann. En tregi nokkur hvílir nú yfir þeirri minningu: Símun lézt á síðast- liðnu hausti — og nú er Aðalsteinn horfinn hina sömu leið. Ég sit einn eftir með tvær litlar þjóðir í huga, sem mikið hafa þar misst, hvor í sínu lagi og báðar saman. Kannski hafa þeir vinirnir þegar hitzt í fjörunni á einhverri blárri strönd. Hér er ekki rúm til að rekja æviannál Aðalsteins Sigmundssonar, enda mun minning hans vel geymast í lifandi trjám, sem hann gróðursetti, lifandi brjóstum, sem hann auðgaði. Og hafi honum eitthvað orðið á, hlýtur það að vera fyrirgefið, svo mikið sem hann elskaði. Æskan, framtíð mannkynsins, átti hjarta hans, — sigur hennar var hans eilífa trú, sem nú bregður birtu yfir skarðið í fremstu fylkingunni. Líf hans og starf mun enduróma lengi fram — og skyldi það nú hvers ungs manns gaman og metnaður að taka upp merki það, sem féll með honum í öldurnar föstudags- kvöldið 16. apríl 1943.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.