Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 108
102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sinn viS giftusamleg nýmæli. Er í því sambandi ljúft og skylt að
geta þess hér, að hann var frá öndverðu hlynntur Máli og menn-
ingu og átti sæti í félagsráði þess.
Aðalsteinn Sigmundsson var maður mjög þjóðrækinn og mikill
unnandi fagurra lista, enda sjálfur vel liagur á hönd sem tungu, —
ritaði og þýddi meðal annars ýmsar góðar bækur, sem kunnugt er.
Umhyggja hans fyrir listamönnum var traust og fölskvalaus, enda
studdi hann tíðum efnismenn til listarnáms, sem og raunar margs
annars frama. Sjálfur átti ég því láni að fagna að njóta árum sam-
an óbilandi hollustu hans og man fáa, sem jafn annt létu sér um
hlut minn í hvívetna. Undraðist ég oft hina þjálfuðu skapgerð
þessa hljóða manns, sem í eðli sínu var haldinn nokkurri hneigð til
einþykkni, jafnvel íhaldssemi, en ræktaði þó hið innra með sér
einlægari félagshyggju og dýpri ást á nýsköpun en ýmsir þeir, sem
léttari voru í vöfunum.
Betri félaga en Aðalstein, á hvaða veguin sem var, er erfitt að
hugsa sér. Fyrir nokkrum árum talaðist svo til, að ég brygði mér
með honum til Færeyja, ásamt fimm námssveinum hans, en þar
var hann mikill aufúsugestur og kær vinur lands og þjóðar. Ferð
þessi er mér næsta minnisstæð fyrir margra hluta sakir, ekki sízt
samvistir okkar við Símun skáld av Skarði, hinn ágætasta mann.
En tregi nokkur hvílir nú yfir þeirri minningu: Símun lézt á síðast-
liðnu hausti — og nú er Aðalsteinn horfinn hina sömu leið. Ég
sit einn eftir með tvær litlar þjóðir í huga, sem mikið hafa þar
misst, hvor í sínu lagi og báðar saman. Kannski hafa þeir vinirnir
þegar hitzt í fjörunni á einhverri blárri strönd.
Hér er ekki rúm til að rekja æviannál Aðalsteins Sigmundssonar,
enda mun minning hans vel geymast í lifandi trjám, sem hann
gróðursetti, lifandi brjóstum, sem hann auðgaði. Og hafi honum
eitthvað orðið á, hlýtur það að vera fyrirgefið, svo mikið sem hann
elskaði. Æskan, framtíð mannkynsins, átti hjarta hans, — sigur
hennar var hans eilífa trú, sem nú bregður birtu yfir skarðið í
fremstu fylkingunni. Líf hans og starf mun enduróma lengi fram
— og skyldi það nú hvers ungs manns gaman og metnaður að
taka upp merki það, sem féll með honum í öldurnar föstudags-
kvöldið 16. apríl 1943.