Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 48
42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lævíslegum áróðri eftir krókaleiðum. Talað er af miklum fjálgleik
og sí og æ um ósjálfstæði okkar í fjármálum og atvinnumálum, um
fjárhagslegt hrun, sem hljóti að vera fram undan, að öll framtíð
íslenzku þjóðarinnar hljóti að vera komin undir vináttu Banda-
ríkjanna, að allir, sem ekki vilja einhliða viðskipti við Bandaríkin
eftir stríð, hljóti að vera á móti þessari ágætu þjóð og auðvitað
kommúnistar í þokkabót o. s. frv. Einn stjórnmálamaður hefur
jafnvel gerzt svo opinskár að tala um það sem sjálfsagðan hlut, að
hernámsríkið muni hafa flotahöfn í Hvalfirði að stríðinu loknu, en
slík óhæfa væri auðvitað sama sem útþurrkun á sjálfstæði voru og
fullkominn háski menningu og þjóðerni.
En allt um þetta er ég sannfærður um, að Islendingar nú á dög-
um láta aldrei ginnast, hvað sem í boði kann að verða, til að af-
sala sér sjálfstæði þjóðarinnar eða slá af réttmætri og sjálfsagðri
kröfu um alger yfirráð landsins.
011 alþýða manna, verkamenn, bændur, menntamenn og megin-
þorri stjórnmálamanna úr öllum flokkum mun, þegar línur skýrast.
standa saman í einni fylkingu um sjálfstæðismál þjóðarinnar. Allur
almenningur hlýtur að gera sér það ljóst, enda sannar reynsla
þjóðarinnar það, svo að ekki verður um villzt, að hvað sem stund-
ar hagnaði líður, mun hvers konar erlend ihlutun verða vinnandi
fólki í landinu til böls eins, er til lengdar lætur. Og aðstöðumunur-
inn saman borið við 1262 er í sumum greinum mjög hagstæður,
t. d. innlendur skipastóll, sem nægir þjóðinni til sjálfsbjargar.
samtök alþýðunnar, málgögn og vitund hennar um mátt sinn, sam-
bönd og möguleikar til víðtækari sambanda við mikilsráðandi þjóð-
ir víðs vegar um heim. Allt er þetla geysimikils vert og mun hafa
úrslitaþýðingu, ef rétt er á haldið. Að einu leyti stöndum vér nú-
tíma íslendingar þó stórum verr að vígi en forfeður vorir á Sturl-
ungaöld. Oss mun að sumu leyti verða torveldara að skilja hættuna
í tíma. Þannig raunum vér ósennilega verða krafðir formlegs og
ótvíræðs afsals á yfirráðum landsins í hendur annarrar þjóðar eða
þjóðhöfðingja. Aðalhættan er fólgin í dulbúnari íhlutunum, fjár-
hagslegum sérréttindum, aðstöðu við hafnir og flugvelli og öðru
þvílíku, sem erfiðara er fyrir almenning að átta sig á og sjá við,