Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 77
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
71
og upp vesturbakkann með Margréti liggjandi rennblauta frammiá
makkanum með báSar hendur spenntar dauSahaldi yfirum hálsinn.
Þessi sena stóS aSeins þrjú til fjögur andartök. En þaS er þó sá
leikur, er ég vildi sízt sjá leikinn í annaS sinn af öllu, sem fyrir
augu mín hefur boriS. Ef Margréti hefSi ekki tekizt aS stöSva sig
á makka hestsins — og þar munaSi mjóu — eru litlar likur til, aS
hún hefSi fariS fleiri ferSir yfir fallvötn þessa heims.
Þetta áfall dró á eftir sér uggvænlegar sálarverkanir og þær því
uggvænlegri, aS sextán dögum áSur hafSi Margréti hent þaS óhapp
austurí Hellisholtsvatni á Mýrum, aS hestur hennar lenti í bleytu
og brauzt um nokkuS, svo aS reiStygin runnu meS hana afturaf
reiSskjótanum og hún sat holdvot á hnakknum niSrií vatnsaganum,
þegar aS henni var komiS. Þá vildi henni þaS til lífs, aS hún var
komin langleiSina aS landi og vatniS lygnt og ekki dýpra en milli
hnés og hófskeggs. En nú áttum viS eftir aS ríSa yfir nafnfrægasta
vatnsfall landsins, eitt hiS mesta, straumharSasta og illræmdasta
slórfljót á Islandi, SkeiSará á SkeiSarársandi.
Ég sneri nú hesti mínum svo sem tveggja til þriggja mínútna
leiS niSurmeS ánni. Þar var hún straumléttari, breiddi meira úr
sér og var betri í botninn.
ViS Margrét fengum gistingu i Austurbænum í Svínafelli, en
Helgi sneri heimleiSis meS hestana. Daginn eftir ætluSum viS aS
halda vesturyfir SkeiSarársand. ViS höfSum fengiS okkur til
fylgdar yfir sandinn þaulvanan vatna- og ferSa-mann, Runólf Jóns-
son bónda í Vesturbænum í Svínafelli. En þennan dag, sem var
þriSjudagurinn 5. september, gekk á meS hellirigningu næstum ó-
slitiS allan daginn, loftiS var korgþykkt og ábúSarmikiS og ýmist
gola eSa kaldi á suSaustan. Þá mátti búast viS stinningsvindi útiá
SkeiSarársandi. I Svínafelli er oftast lygnt og blítt í veSri, þó aS
vindar gnýi eystra og vestra. ViS hreyfSum okkur ekki frá Svína-
felli þennan dag.
Daginn eftir var loft ennþá þungbúiS og vætugróiS, og leit út
fyrir, aS hann dytti á hverri stundu á meS stórrigningu. Af því
varS þó ekki. Hann hékk uppi þurr til klukkan fjögur, síSan gekk
á hægum skúrum til klukkan átta, en eftir þaS var aftur þurrt í
veSri. VeSurútlitiS framanaf degi dró úr áhuga okkar aS leggja