Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 92
86
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
uni hætti sagt skilið við alla raunsæi í landbúnaðarmálum. að það
er ekki hægt að kalla tillögur þeirra i þeim málum annað en kald-
rifjað spott um bændur, svo fremi forustumenn þessir eigi sjálfir
að teljast með fullu viti.
Jafnvel orðvanir menn hljóta að verða ókvæða við slíkum furðu-
verkum heilastarfseminnar, eins og t. d. þegar annar aðalforingi
þessa flokks kemur á Alþingi fram með lagafrumvarp þess efnis að
leggja sérstakan skatt á landbúnaðarafurðir, svo ríkið geti miðlað
bændum tíu krónum á ári í opinberan styrk til þess að ríða út, —
enda mun í veraldarsögunni leitun á þvílíku meti í plebejismus.
Hinn aðalforinginn í flokki þessum verður hvorki sakaður né lof-
aður fyrir að hafa sett metið niðrávið i narraskapnum. Hann befur
greinilega sett metið uppávið. Þessi foringi skrifaði á síðasta miss-
eri innfjálgar greinar í blað flokksins, þar sem bann lýsti það stefnu-
mál flokksins að leggja á opinberan kostnað rafmagn inn í hvert
sveitabýli á landinu, undantekningarlaust og án tillits til þess, hvern;
ig hverjum bæ er í sveit komið, en þó alveg sérstaklega til afskekklra
héraða og kota, sem liggja fjarri mannabyggðum. (Tíminn 16. júlí
og 1. sept. 1942; sjá einnig sama blað 18. febr. 1943). Glöggir
menn hafa reiknað út, að slík virkjun með nauðsynlegum orkuver-
um, háspennulínum um land allt yfir fjöll og firnindi, spennubreyti-
stöðvum, heimtaugum, innlögnum o. s. frv., muni kosta töluvert á
annað hundrað þúsund krónur til uppjafnaðar á hvert býli á land-
inu, m. ö. o. í kring um tíu milljarða króna. Þó undarlegt sé, marg-
umhverfðist þessi sami flokksforingi á Alþingi yfir því að vera
nefndur „þjóðfífl“, en nokkru síðar byrjaði þó blaðstjórn flokks-
ins að brenna greinar hans í pressunni. „Stjórnmálamenn" af þessu
tagi geta næst komið fram með lagafrumvörp um, að allir íslenzkir
bændur skuli mataðir á spítölum í hundrað og fimmtíu ár, eða því-
umlíkt. Hitt veldur furðu, hve frávíkjandi matið er, sem þessir tveir
foringjar leggja á sveitamenn: annar metur það fólk aðeins á skitn-
ar tíu krónur pr. einstakling ríðandi uppá hrossi, sem hinn reiknar
þó á tíu milljarða.
II
í landbúnaðargrein minni í fyrrahaust reyndi ég að brýna fyrir
mönnum að missa ekki sjónar á því, til bvers landbúnaður væri