Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 13
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
7
manna að tilnefna ráðunaut um kaup og val mynda fyrir listasafn
ríkisins.
Með þeirri breytingu, sem nú er orðin á menntamálaráði, er
kúgunarvaldi Jónasar frá Hriflu lokið í þeirri stofnun. Formanns-
stöðunni varð hann að afsala sér í hendur Valtýs Stefánssonar. Má
treysta ])ví, að menntamálaráð verði hér eftir málsvari íslenzkra
lista og bókmennta, og er það tímabil vonandi að fullu liðið hjá í
sögu þjóðarinnar, að valdi þess verði beitt til að ofsækja listamenn.
Varðandi Þj óðleilchúsið vannst tvennt
ÞJÓÐLEIKHÚSSMÁLIÐ á. Ríkisstjórnin fékk heimild til í fjár-
lögum, „að greiða lokaviðgerð Þjóð-
leikhússins að því leyti, sem núverandi sjóður þess nægir ekki til
að standast nauðsynlegar greiðslur við að fullgera bygginguna.“
I öðru lagi skoraði Alþingi einróma á ríkisstjórnina að vinna að
því að fá Þjóðleikhúsið rýmt og láta að því búnu ljúka smíði þess.
Er því málið einungis að sækja í hendur brezka setuliðsins og kom-
ið undir dugnaði og framkvæmdarsemi ríkisstjórnarinnar, hverju
áorkað fæst í þessu efni. Brezka setuliðsstjórnin ætti ekki aðeins
að sjá sóma sinn í því að afhenda Þjóðleikhúsið þegar í stað, held-
ur ber jafnframt að gera kröfur á hendur henni, að hún bæti þær
skemmdir, sem orðið hafa á byggingunni og annað tjón, sem ríkið
hefur beðið við það að geta ekki tekið hana til notkunar á þessum
árum. Ég efast um, að slík ósvinna hefði verið höfð í frannni við
nokkra þjóð aðra að taka af henni slíka byggingu til vörugeymslu
og halda henni árum saman. Ef slíkt dæmalaust sleifarlag hefði ekki
verið á þessu máli frá upphafi og byggingu Þjóðleikhússins verið
lokið fyrir stríðið, hefði vafalaust verið komið stórfé inn upp í
kostnað hússins á þessum gróðaárum.
Um leið og Þjóðleikhúsið fæst rýmt, ber ríkisstjórninni þegar í
stað samkvæmt áskorun Alþingis að láta fullgera bygginguna. Þjóð-
leikhúsið á í sjóði yfir 400 þús. kr. og auk þess er heimild til að
greiða allan viðbótarkostnað úr ríkissjóði. Er alls um vert að geta
tekið einhvern liluta byggingarinnar a. m. k. hið fyrsta til notkun-
ar og láta húsið ekki lengur standa gagnslaust þjóðinni til smánar,
samtímis því að brýnasta þörf er fyrir það. En jafnframt því, er
byggingin fæst til afnota, kemur til kasta leikkrafta Reykjavíkur að