Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 13
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 7 manna að tilnefna ráðunaut um kaup og val mynda fyrir listasafn ríkisins. Með þeirri breytingu, sem nú er orðin á menntamálaráði, er kúgunarvaldi Jónasar frá Hriflu lokið í þeirri stofnun. Formanns- stöðunni varð hann að afsala sér í hendur Valtýs Stefánssonar. Má treysta ])ví, að menntamálaráð verði hér eftir málsvari íslenzkra lista og bókmennta, og er það tímabil vonandi að fullu liðið hjá í sögu þjóðarinnar, að valdi þess verði beitt til að ofsækja listamenn. Varðandi Þj óðleilchúsið vannst tvennt ÞJÓÐLEIKHÚSSMÁLIÐ á. Ríkisstjórnin fékk heimild til í fjár- lögum, „að greiða lokaviðgerð Þjóð- leikhússins að því leyti, sem núverandi sjóður þess nægir ekki til að standast nauðsynlegar greiðslur við að fullgera bygginguna.“ I öðru lagi skoraði Alþingi einróma á ríkisstjórnina að vinna að því að fá Þjóðleikhúsið rýmt og láta að því búnu ljúka smíði þess. Er því málið einungis að sækja í hendur brezka setuliðsins og kom- ið undir dugnaði og framkvæmdarsemi ríkisstjórnarinnar, hverju áorkað fæst í þessu efni. Brezka setuliðsstjórnin ætti ekki aðeins að sjá sóma sinn í því að afhenda Þjóðleikhúsið þegar í stað, held- ur ber jafnframt að gera kröfur á hendur henni, að hún bæti þær skemmdir, sem orðið hafa á byggingunni og annað tjón, sem ríkið hefur beðið við það að geta ekki tekið hana til notkunar á þessum árum. Ég efast um, að slík ósvinna hefði verið höfð í frannni við nokkra þjóð aðra að taka af henni slíka byggingu til vörugeymslu og halda henni árum saman. Ef slíkt dæmalaust sleifarlag hefði ekki verið á þessu máli frá upphafi og byggingu Þjóðleikhússins verið lokið fyrir stríðið, hefði vafalaust verið komið stórfé inn upp í kostnað hússins á þessum gróðaárum. Um leið og Þjóðleikhúsið fæst rýmt, ber ríkisstjórninni þegar í stað samkvæmt áskorun Alþingis að láta fullgera bygginguna. Þjóð- leikhúsið á í sjóði yfir 400 þús. kr. og auk þess er heimild til að greiða allan viðbótarkostnað úr ríkissjóði. Er alls um vert að geta tekið einhvern liluta byggingarinnar a. m. k. hið fyrsta til notkun- ar og láta húsið ekki lengur standa gagnslaust þjóðinni til smánar, samtímis því að brýnasta þörf er fyrir það. En jafnframt því, er byggingin fæst til afnota, kemur til kasta leikkrafta Reykjavíkur að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.