Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 58
52
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
við nokkuð ráðið, að hún ætlaði að fara til hafnarborgarinnar og
vinna þar í verksmiðju.
Hið eina, sem hindraði hermanninn Tomniy Atkins í því að
strjúka heim þegar í stað, var hið mikla úthaf milli landanna. Hann
var hamslaus af vanmáttugri bræði, þegar hann gekk á fund
O’ConnelIs, sem nú var orðinn trúnaðarmaður hans og eini kunn-
ingi, og sagði honum fréttirnar.
Spegilmynd af ástandi Englands í hernaðar- og stjórnmálum,
mælti írinn og lét sér fátt eitt finnast um persónulegar áhyggjur
félaga síns.
Þú, með þína helvítis pólitík, öskraði Tommy, getur þú ekki séð,
að ég verð öreigi vegna þessarar ráðsmennsku og missi líklega
Peggy, ef ég fæ ekkert við þessu gert undir eins?
England verður öreigi og missir líklega gjörvallar Peggyar sín-
ar vegna þess, hvernig því hefur verið stjórnað, bæði á undan
þessum ófriði og í honum, nema við fáum eitthvað við því gert
undir eins. Meðan fólkið þekkir ekki sína réttu óvini, úthellir það
blóði sínu til einskis og hermenn verða tinsoldátar vopnaframleið-
enda og annarra braskara.
Haltu kjafti, hrein Tommy, sem þótti það óþarfa ónærgætni af
félaga sínum að vera að þvæla um pólitík, þegar hans persónulega
velferð var í veði.
Síðan fór hann frá honum og drakk sig fullan.
Það var þó ekki af úrræðaleysi eða hreinni uppgjöf, sem hann
gerði það. Hann hugsaði sér að sækja tafarlaust um orlof, komast
heim og reyna að bjarga því, sem bjargað yrði. En hann varð
með einhverjum ráðum að sefa þann storm, sem geisaði í sálu
hans.
Hann slangraði um götur hinnar herfilegu höfuðborgar hins
hræðilega lands með byssu sína um öxl, hugsandi angurværar
hugsanir um dalinn sinn og Peggy, en fylltist gremju, þegar hon-
um varð hugsað til stríðsins og strákanna bræðra sinna. Viskýið
kom honum ekki í neitt sólskinsskap, hann leit saint snöggvast at-
hugandi á unga stúlku, sem hann mætti, og þóttist sjá, að hún væri
með gestrisniboð á vörunum. En svo datt honum Peggy í hug á
ný, hrækti fokvondur á eftir hinni alúðlegu stúlku og fór inn á