Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 78
72 TIMARIT MALS OG MENNINGAR á Skeiðarársand þann daginn. Og uppúr því snerist ferðalagið þannveg fyrir okkur, að við afréðum að bíða í Svínafelli, þar til póstur kæmi að austan og verða honunr samferða vesturyfir sand- inn. Seint myndi mannsliðinu verða ofaukið yfir Skeiðará. Við notuðum þetta uppþot til þess að skoða okkur svolitið um í Svínafelli. A svona fornu höfuðbóli tekur það langan tíma að stilla eyrað á hinn fjölraddaða eftireym kynslóðanna, ekki sízt þegar alltaf rignir og maður á eftir að fara yfir Skeiðará. Við urðum þessvegna að gera okkur að góðu að takmarka athygli okkar við hinar fátæklegu skuggamyndir hversdagsleikans. Bæirnir, fjórir að tölu, standa undir dásamlega fagurri fjalls- hlíð, sem öll er grasi og skógi þakin uppá efstu brúnir. Niður hlíð- ina ganga nokkur hlýleg gil og giljadrög, gróin stórvöxnum skógi og fögrum jurtum, og niður gilin renna silfurtærir lækir. En svo að segja fast uppvið vesturútjaðra þessarar myndar fellur Svína- fellsj ökull niðurá láglendið um slakka í fjallinu, leirgrár og sundur- sprunginn, varla lengra en fimm mínútna gang frá bæjarhúsunum. Á þeirri jörð, sem jökulhrönnin liggur nú yfir, segja fornar sagnir, að staðið hafi bærinn Freysnes, er lagðist í eyði í jökulhlaupinu mikla á fjórtándu öld. Þá tók af um 40 bæi í Litlahéraði, einu af blómlegustu sveitum landsins. Eftir þá tortímingu hlaut það nafnið Öræfi. Þegar horft er heimanfrá Svínafelli í suðurátt, sér yfir haga og engi svo langt sem auga eygir. En í vestri og suðvestri blasir við Skeiðarársandur, og bak við hann, lengst í vestri, rís Lómagnúp- ur uppúr þessari miklu auðn dauðans, lóðrétt einsog bergkastali frjálsrar þjóðar. Ef það skyldi eiga fyrir þér að liggja að halda heimað Svina- felli úr austurátt á björtum sumardegi, í fyrsta sinn á æfi þinni, mætir augum þínum mynd, sem er ólík öllu öðru, sem þú hefur nokkurntíma augum litið hér á landi. Áður en þú rámkar við þér, ertu farinn að spyrja sjálfan þig: Hvað er þetta? Hvert er ég kom- inn? Er ég á leið inní fjallaþorp suðurí Sviss? Eða er þetta hugar- burður, sem einhverntíma hefur borið fyrir sjónir mínar í draumi? Eða er ég að hverfa inná land lifenda. sem ég hef Iesið um í helgum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.