Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 80
74 TIMARIT MALS 00 MENNINGAR stundir að svamla yfir hana. Dæmi fundust einnig þess, að varla hafði munað hárshreidd, að hún sópaði ferðamönnum úti hafs- auga, ef þeir voru staddir á sandinum, þegar hin feiknlegu Skeið- arárhlaup brutust fram undan Skeiðarárjökli. Svona ræddum við um Skeiðará dag eftir dag frá öllum hliðum og sjónarmiðum. Þó að við hvörfluðum að öðrum umtalsefnum stund og stund, soguðumst við áður en minnst varði aftur inní straumgný þessarar ferlegu móðu. Vatnaþekking Austur-Skaftfell- inga er heil fræðigrein, sem seint verður lærð til hlítar. Og hver ný ræða um Skeiðará flutti okkur einhverja nýja þekkingu. En þrátt fyrir allan ægileik Skeiðarár báru j)essar sprettiræður okkar alltaf að einni huggun. í Skeiðará hafði aldrei maður drukknað. Ju-ú! Einhver gömul sögn var ennþá á reiki í Svínafelli um mann, sem hafði drukknað í ánni. En jiar með var allt talið. Hinsvegar kunnu menn nokkur dæmi um drukknanir í Jökulsá á Breiðamerkursandi. Hvernig stóð á því, að Jökulsá skyldi hafa orðið fengsælli á mannslífin en Skeiðará? Jökulsá rann alltaf í einni hreiðu og hafði grafið sér fastan og djúpan farveg niðurí sandinn. Auk þess var hún meira vatnsfall og ennþá straumharðara en Skeiðará. Skeiðará flæddi yfir breið- ara svæði, rann venjulega í mörgum álum og féll að öllum jafnaði á sæmilegum brotum. Næsta dag, fimmtudaginn 7. septemher, var regnúði framað klukkan sjö um kvöldið, en þá gekk hann í bullandi óveður og rigndi í sífellu alla nóttina. Daginn eftir hellti úr lofti þrotlaust og alla næstu nótt. Regnið dundi á húsþökunum og streymdi í lækjum niður þakrennurnar. Lækjarhjalið í giljunum var að hrevtast í þungan árnið. Grösin og skógurinn í brekkunni hníptu litverp. Grasmaðkarnir flúðu unnvörpum uppúr jörðinni og engdust inn- um gluggann á svefnherberginu okkar — hann var niðurundir jörð uppað brekkunni — og leituðu sér athvarfs niðrií rúmunum og nutu þar óafvitandi gestrisni, Jiartil maður fann þá skríða við sig beran. Og við töluðum mestallan daginn um Skeiðará, sem nú jiandi sig yfir meiri og meiri víðáttu vesturá sandinum. Dimmgrátt loft. regndynur, niðandi vatnagnýr, tún, hlöð og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.