Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 84
78
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
fláandi malarbakka, beljaði áfram þriðja fljótið, mikið vatnsfall
og ófrýnilegt. Runólfur í Skaftafelli setti hestinn ennþá útí næstum
beint af augum, svo Runólfur í Svínafelli og pósturinn með Mar-
gréti á milli sín og siðast ég. Hestarnir þverskáru straumbreiðuna,
sem braut á þeim ofanhallt við miðjar síður, og eftir 40 til 50 hálf-
svimandi augnablik höfðum við þessa ljótu móðu að baki okkur.
Hestarnir frísuðu, og ískalt jökulvatnið rann niðurúr þeim. En
nú sýndist Skeiðará líka vera búin. Framundan blasti við vatnslaus
eyðimörk með Lómagnúp að baki og Skeiðarárjökul leirgráan og
sprunginn nokkra kílómetra í burtu til hægri handar.
Jæja, sjáum skinnið! sagði ég við sjálfan mig, þar sem ég lét
hestinn ráða ferðinni í humátt á eftir samferðafólki mínu. Skeiðará
er þá ekki eins stórkostlegt vatnsfall og maður hefur heyrt talað
um. Mér virtist sex dögum síðar, að þessir þrír álar hefðu verið
álíka vatnsmiklir og þrjú Markarfljót í rigningartíð. Við létum
hestana skokka vestur sandinn, og allir þögðu. Hversvegna þegja
allir? Það skyldi þó vera, að Skeiðará sé búin.
Eftir tæpa tveggja mínútna reið lók að skráma fyrir augum mér
sýn, sem ég hef aldrei getað losnað við síðan. Uppfyrir gráa aur-
öldu nokkurn spöl fyrir framan okkur glampaði í sólskininu á
inórauða vatnshóla, stróka og boðaföll, sem ýmist hófust eða duttu
niður eða þeyltust hvítfyssandi áfram á fleygiferð. í þessari sýn,
sem stakk svo í stúf við dauða eyðimörkina, var eitthvað ægilega
tryllt og dularfullt. Þegar við komum litið eitt nær, var þetla ekki
ósvipað til að sjá endalausri þvögu af úlfaldalestum á þeysihlaup-
um niður sandinn.
Það skipti svo að segja enguin togum. Við erum áður en minnst
varir komin framá bakka á vatnsbreiðu, sem líkist meira hafi en
nokkru vatnsfalli, sem ég hafði áður séð. Mér hefur aldrei brugðið
eins í brún. Þessi hafsjór er áreiðanlega engum fær, hugsaði ég
ósjálfrátt upp aftur og aftur. Við hljótum að verða að snúa við.
Allt yfirborð þessarar tröllauknu, leinnórauðu hafrastar þaut fram-
hjá okkur með flughraða. hófst hér og þar í háa bunka, féll svo
niðurí djúpa dali, vafði sig i hendingskasti í risavaxna ströngla.
sem byltust um í hvítfyssandi boðaföll, hringsnerist í sogandi iðu-
sveipi og skrúfaðist upp í drýli og stróka, en gnýrinn af hamförum