Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 61
Einar Ól. Sveinsson : Fagrar lieyrði eg raddirnar
Nokkur orð um íslenzk þjóðkvœði
Hver er sá íslendingur, sem ekki nam í æsku eitthvert þulukorn-
ið eða stefið, um karl og kerlingu, sem riðu á alþing, eða fuglinn í
fjörunni, eða krummann á skjánum? Að ég minnist nú ekki á
Grýlu eða jólasveina eða karlinn undir klöppunum. Og svo allar
gáturnar. Eða leikformálarnir:
Legg í lófa karls, karls;
karl skal ekki sjá, sjá.
Og þá var ekki verra að fylgjast vel með þulunni „Fagur fiskur í
sjó“, svo að ekki dytli á hönd manns liöggið, sem síðast féll. Enn
voru öll þjóðsagnastefin, sem hlönduðust svo kynlega við rökkrið
í herberginu:
Margt býr í hokunni,
þokaffu’ úr lokunni,
lindin inín ljúf og trú!
kvað huldumaðurinn.
Máninn líður,
dauðinn ríður;
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum,
Garún, Garún?
sagði djákninn á Myrká. Og hverjum hefur ekki einhvern tíma orð-
ið hugsað til landsins hennar Mjaðveigar Mánadóttur:
Þar gala gaukar.
og bar spretta laukar,
og þar fer hrútur úr reyfi sínu.
Eða svo að vikið sé að öðru: í öðru hverju samkvæmi er sungið
kvæðið af Ólafi liljurós — eða réttara sagt nokkrar vísur úr því,
l