Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 95
TIMARTT MALS OG MENNINGAR
89
lega milljónaaustur styrk til framleiðenda eða neytenda. Ég heyri,
að málpípur þeirra foringja, sem vilja gefa bændum tíu krónur til
að ríða út, leggja áherzlu á, að þessi opinberu framlög séu kölluð
styrkur til neytenda. Já, hvað er á móti því?
Það er tilgangslaust að deila um það í íslenzkum blöðum, hvort
íslenzkt kindakjöt þyki góð eða vond vara á erlendum markaði eða
standist þar samkeppni. Auðvitað er mönnum frjálst að halda því
fram, að íslenzkt kindakjöt sé bezta kjöt, sem kemur á markað í
Lundúnum, og þvíumlíkt. En hversu mikið skrum sem skrifað er
saman um þessa vörutegund og hlaðið á hana í dagblöðum hér
innan lands, þá er það tal ekki til annars en draga burst úr nefi
sveitamanna. Kunnugir vita bezt, að íslenzkt kindakjöt er illseljan-
leg vara á erlendum markaði, ekki aðeins á venjulegum tímum,
heldur jafnvel á sultartímum eins og nú, og enginn veit þetta betur
en Jón Árnason forstjóri í Sambandinu. Skemmst er að minnast
þess, að við urðum að láta af hendi til erlends ríkis sérstök fríð-
indi í höfnum og landhelgi íslands, afsala okkur frumburðarrétt-
inum til lands okkar fyrir það eitt að fá að losna við fáeinar salt-
kjötstunnur, sem ríki þetta keypti af okkur fyrir smánarverð. Vita-
skuld var það ekki kjötið, sem Norðmenn sóttust eftir, heldur kon-
sessjónirnar.
Við megum ekki láta villa okkur sýn, þótt Bandaríkjamenn kaupi
nú af okkur og sendi til Englands þessi 2000 umframtonn íslenzkr-
ar kindakjötsframleiðslu, sem annars hefði orðið að fleygja. Morg-
unblaðið leggur mjög ríka áherzlu á það, blað eftir blað, að kaupin
hafi verið gerð hagkvæm „af því að Bandaríkjamenn vilji reynast
okkur vel“ og sé „engin ástæða til að fara dult með, að við höfum
áreiðanlega notið góðs af velvild amerísku sendisveitarinnar og
forstjóra Láns- og leigustofnunarinnar hér og samskonar hugarfars
hlutaðeigandi stjórnarvalda í Washington.“ Jafnvel mitt í matvæla-
skorti ófriðarins er það gustukaverk að kaupa af okkur þessa vöru!
Þeir sem hafa hins vegar séð með eiginaugum, hvernig Bretar, og
útlendingar yfirleitt, meðhöndla íslenzka kindarskrokka áður en
þeir matreiða þá, munu varla gerast óðfúsir talsmenn þess, að sú
vara sé framleidd til útflutnings. Verkin sýndu merkin á sorphaug-
um brezka setuliðsins hér, hvaða skoðun Bretar hafa á íslenzku