Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 98
92
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
1500 tonn af makaríni til viðbits. Þó maður geri ráð fyrir, að eitt-
hvað af smjöri sé selt utan samsölunnar, virðist ekki skeika miklu,
að móti hverjum 100 kílógrömmum, sem landsmenn neyta af maka-
ríni, neyti þeir aðeins 5 kílógramma smjörs. Áður vorum við kall-
aðir mörlandar. Ekki alls fyrir löngu voru uppi tillögur í blöðum
um að skíra okkur Týlinga. Virðist nær lagi að kalla okkur maka-
rininga, meðan þetta ástand er ríkjandi. Mér var barni kennt, að
makarín ætti ekki skylt við mannamat. Má vera, að fólk, sem lifir
við kjör tukthúsfanga, geti svælt því í sig, en eitt er víst, hundur
fæst ekki til að sleikja það, þótt það sé borið fyrir hann. í sumum
löndum er lagt bann við að búa til makarín, hér er þetta sælgæti
framleitt með ríkisstyrk. Makarínátið á vafalaust sinn þátt í því,
að allt of inargir ungir íslendingar í sveit og bæ eru bláir, krækl-
óttir, tannlausir og sljóir, fúsir að klífa þrítugan hamarinn, ef kost-
ur er að slökkva feitmetishungrið og vansæluna í líkamanum með
alkóhóli, og meðalaát okkar er gegndarlaust, svo annað eins er
óþekkt með skvldum þjóðum.
Skýrt hefur verið frá því í blöðum (eftir útreikningum frá Bún-
aðarfélaginu ?), að hér vanti 17 þúsund kýr til þess að fullnægt
verði feitmetisþörf landsmanna (Tíminn 23. febr. 1943). Þjóðfé-
lagsgildi þess landbúnaðarskipulags dæmir sig sjálft, sem gerir
smjör að munaðarvöru handa efnamönnum, meðan almenningur er
píndur á makaríni. Furðulegast þó að heyra því haldið fram, að
landbúnaður sé stundaður af viti á Islandi, meðan smjör handa
fólkinu er sótt ýmist til Suðurameríku eða Norðurameríku og selt
hér við „dumping“-verði, sem gerir innlenda smjörverðið hlægi-
legt.
III
Til að rugla alþýðu í sveitum, slæva skyn hennar á aðstöðu sína
og þar með vilja hennar til baráttu fyrir betra skipulagi, eru póli-
tískir erindrekar iðnir að finna upp undarlegar kenningar um þjóð-
félagið, sem eiga sér hvorki stoð í veruleikanum né neinum fræði-
greinum eða heimspekikerfum, sem menn þekkja.
„Hver starfsgrein þjóðfélagsins af annarri þjappar sér saman í
sérstakar félagsheildir og hagsmunasamtök gegn öðrum stéttum,“