Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 76
70 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fögnuður, þegar mér varð hugsað til ferðalagsins, sem við áttum fyrir höndum yfir Skeiðará og Skeiðarársandinn. Virkisá eystri hafði vaxið einsog önnur smærri vatnsföll. Hún féll í nokkrum halla, í niðurgröfnum, staksteinóttum skorningi, þar sem við komum að henni, kolmórauð, hólótt og straumþung. Fyrir augum Oræfings, sem glímt hefur við stórár frá blautu barnsbeini, hefur þessi spræna þó sennilega ekki verið öllu tilkomumeiri en glaðvær bæjarlækur. Mér kom það þessvegna ekki á óvart, þó að Helgi legði útí ána formálalaust, þar sem okkur bar að henni. Hesturinn, sem hann reið, fetaði sig gætilega niður snarhrattan urðarbakkann, og rétt í sömu svifum var hann kominn útí beljandi árstrauminn. Mér leizt undireins ískyggilega á þetta ferðalag, sýndist botninn óhugnanlega stórgrýttur, straumurinn snarpur og bakkarnir niðurað og uppúr ánni helzt til óvenjulegir hestavegir. Eg kalla því til Mar- grétar, sem reið á undan mér, og bið hana að hinkra við, meðan Helgi sé að komast yfir. En sakir flaumgnýsins í ánni mun hún ekki hafa heyrt til mín, og áður en ég fengi frekar að gert, sé ég aftur- endann á hesti hennar standa næstum beint uppí loftið, um leið og hann rennur með möl og grjóti niður bakkann. Nú var allt um seinan. Ég gerði nú stanz á hesti mínum uppiá bakkanum og horfði til ferða þeirra. Hestur Helga þreifaði sig áfrani yfir hotngrýtið, blind- miðaði fótunum rnilli hnullunganna, mjakaði sér lengra og lengra gegnum hvissandi strauminn og brauzt svo í rykkjum upp urðar- stálið vestanmegin. Þegar hestur Helga er í þann veginn að losa sig uppúr ánni, er Margrét komin um það bil útí liana miðja. Hestur hennar fáhnaði sig varlega, hægt og hægt lengra í áttina yfirum, með straumþung- ann hvílandi á sér uppundir miðja siðu. En rétt í því, er hann hefur klöngrazt rúmlega hálfa breidd árinnar, þá rekur hann annan fram- fótinn í einn botnhnullunginn og stingst samstundis á hausinn niðurí straumkastið. Margrét fýkur einsog tuskudúkka niður- eftir faxi hestsins, en tekst með eldingarviðbragði að stöðva sig frammiá miðjum makka með því að slöngva handleggjunum undir háls á hestinum, hann rykkir sér á fætur og rífur sig uppúr ánni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.