Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 97
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
91
aðannálastjóri. telur. að ekki sé að óbreyttum kringumstæðum vert
að hugsa urn kjötframleiðslu til útflutnings, til þess sé hún allt of
miklum erfiðleikum háð. Hann biður landbúnáðarframléiðendur
húa sig undir að draga úr kjötframleiðslunni og fækka sauðfé.
Hinsvegar þreytist liann ekki á að hrýna fyrir mönnum. að „land-
húnaðinum beri skylda til að fullnægja þörf þjóðarinnar fyrir
landbúnaðarvörur,“ og telur fjarri því, að svo sé, vítir skaðlega of-
framleiðslu á kindakjöti og vanframleiðslu á ýmsum öðrum helztu
landhúnaðarafurðum (Tíminn 20. febr. 1943). Það er ánægjulegt
að heyra menn tala um mál þessi óháða þeirn ærslagangi, sem
pólitískir spákaupmenn halda uppi um allt, er þau sriertir.
Um leið og haldið er áfram að framleiða kindakjöt í belg og
biðu, án nokkurs hagræns eða þjóðfélagslegs markmiðs, fer því
fjarri, eins og Steingrímur búnaðarmálastjóri lekur fram, að land-
búnaðinum takist að fullnægja þörf þjóðarinnar fyrir aðrar nevzlu-
vörur, svo sem mjólkurafurðir, grænmeti og egg. Hér gegnir vita-
skuld sama máli og um kjötið: fyrst þarf að vita, hvert magn
þjóðin þarf til neyzlu árlega af þessum vörum, og síðan, ofur ein-
faldlega, framleiða það.
Ovíða verður þess jafn átakanlega vart, hve mjög landbúnaður
okkar bregzt skyldu sinni sem hagrænn atvinnuvegur eins og í
smjörframleiðslunni. Ég lýsti i fyrri grein minni þeirri Bakka-
bræðraaðferð, sem höfð væri á mjólkurframleiðslunni, þar sem
menn væru ofsóttir fyrir að framleiða góða mjólk á hentugum
stöðum og verðlaunaðir fyrir að framleiða vonda mjólk á óhent-
ugum stöðum, til að útvega ákveðnum stjórnmálaflokki atkvæða-
lið í fjarsveitum. Þessari „landbúnaðarpólitík“ hefur nú tekizt að
koma málum í það horf, að það er hagkvæmara að reka mjólkur-
bú handa reykvískum ney'tendum fyrir vestan haf en fyrir austan
fjall. Með smjöri, sem framleitt er ýmist í Norðurameríku eða
Suðurameríku og flutt hingað á stríðstímum, er hægt að verðfella
smjör á heimamarkaðinum um hvorki meira né minna en 8 krónur
tvípundið.
Samkvæml skýrslum mjólkursamsölunnar nýjum, kemur það i
ljós, að smjörmagn á boðstólum á aðalmarkaði landsins, Revkja-
vík, var á s.l. ári aðeins tæp 56 tonn. Á sama tíma eru seld hér