Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 14
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
verða því vaxnir að taka við starfsemi þár. Hafa þeir sannarlega
lítil tækifæri fengið til að undirbúa sig undir það starf. Leikara
hlýtur að verða að kosta til náms erlendis, og þar sem vænta má
þess, að ekki þurfi mörg ár að líða, þar til Þjóðleikhúsið tekur tii
starfa, verður að hugsa fyrir því nú þegar, að hópur leikara geti
búið sig undir að hefja íslenzka leiklist til þess þroska. er sæmir
þjóðinni og hinum nýju húsakynnum.
Askorun listamannaþingsins um
SAMÞYKKTAR ENDUR- breytingu á rithöfundalöggjöfinni fékk
BÆTUR Á RITHÖF- góðar undirtektir á Alþingi, þó að aft-
UNDALÖGUNUM OG urhald pfri deildar gerði reyndar mis-
UNDIRBÚIN NÝ LÖG- heppnaða tilraun til að hindra fram-
GJÖF UM LISTVERND gang málsins. Gamla löggjöfin frá 1905
d.
var Iöngu orðin úrelt, listamenn t.
AIÞINGI NEITAR ENN
AÐ BERA UPPI FÁNA
ÍSLENZKRAR LISTAR
réttlausir með verk sín gagnvart flutningi þeirra í útvarpi. Var bætt
úr helztu misfellunum með nokkrum bráðabirgðaákvæðum, en jafn-
framt samþykkt ályktun um að fela ríkisstjórninni að láta semja
fyrir næsta þing fullkomna listamannalöggjöf við bæfi nútímans og
í samræmi við löggjöf annarra menningarþjóða.
Eitt heitasta áhugamál listamanna,
síðan fastalaun Jjeirra voru tekin út af
18. gr. fjárlaga, er að fá Alþingi til að
bæta fyrir þessa yfirsjón sína. Hér er
ekki um fjárhagsatriði að ræða. Pening-
arnir eru þeir sömu, hvort Jreir eru veittir af Alþingi sjálfu eða út-
hlutunarnefndum utan þings. Hitt er ekki heldur aðalatriði, þótt
Alþingi hafi rofið heit við Jdú listamenn, sem laun Jiágu áður á 18.
gr. Hér kemur annað til greina, margfalt mikilvægara, sem varðar
bæði Alþingi, listamenn og Jjjóðina alla. Ilér teflir í dýpsta skiln-
ingi um sjálfstæðismál og menningarlegan Jijóðarheiður. Það er
smámennskulegt og óvirðulegt í því sambandi að festa augun við
einn eða annan rithöfund eða listamann, sem einhverjir Jjingmenn
bera óvild til eða vilja hefna sín á. Þingmönnum ber skylda til að
vera hafnir yfir slíka fordóma. Að óhugsuðu máli kann þetta 18.
gr. atriði að vera lítilvægt í augum þeirra, en Jieir verða að læra að
skynja Jiað í ljósi sögu okkar, menningarbaráttu allrar og menn-