Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 86
80
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
rauðan strauminn, skref fyrir skref. í hverri hreyfingu þeirra birt-
ist mikil lífsreynsla, sem þeim hafði auðsæilega tamizt að draga
af gagnlega lærdóma. Vatnið hraðdýpkaði ekki, heldur sté hægt
og hægt hærra og hærra uppeftir þeim. Brotið, ef brot skyldi kalla,
virtist liggja þannig, að þeir urðu að heina hestunum skáhallt und-
an straumnum. Þannig mjökuðust þeir lengra og Iengra niðureftir
flóðinu og fjær og fjær ströndinni, sem við horfðum af á eftir
þeim. Vatnið var stigið uppundir miðjar síður. Ur þessu virtust
öll sund lokuð um afturhvarf til sama lands. Og ég beið þess í of-
væni við hvert skref að sjá livað nú yrði djúpt, næst þegar þeir
stigju niður framfætinum. Sund í þessum brimsollna flaumi myndi
kasta hestunum flötum, og tveim hraustum drengjum yrði færra á
íslandi. En vatnið hélzt í sömu hæð. Það var næstum óskiljanlegt,
að svona mikill og úfinn hafsjór skvldi þó ekki vera dýpri en þetta.
Þannig lónuðu þeir áfram sniðhallt undan straunmum all-lang-
an veg niðureftir og röskan þriðjung af hreidd árinnar. Þá viku
þeir hestinum til hægri handar og stefndu nú beint yfir að vestra
landinu. Við þessa stefnubreytingu urðu hestarnir þverir fyrir
straumþunganum og í sömu andrá hóf vatnið sig uppfyrir miðjar
síður. Það var einmanaleg sjón að sjá hestana með mennina einsog
svolitlar strýtur uppaf sér sveima þarna áfram útií þessu breiða,
flaumósa hafi, líkt og sökkhlaðna smábáta, og maður stendur á önd-
inni á fjarlægri strönd og býst við að sjá þá hverfa þá og þegar
niður í djúpið. Hvílíkir undrakraftar, sem þessum blessuðum skepn-
um hljóta að vera gefnir, að geta staðið af sér þvílíka straumskriðu.
sem bylur á þeim hvíldarlaust uppfyrir miðjar síður!
Þegar þeir áttu ófarinn allt að þriðjung vatnsbreiðunnar, breyttu
þeir enn um stefnu og brutust nú skáhallt á móti flaumþunganum.
Straumflugið brotnaði hvítfyssandi á hrjóstum þeirra og klauf sig
freyðandi aftur með síðunum, og þeir sýndust streitast áfram í
rykkjum. Hægt og liægt mjókkaði hafið milli þeirra og vesturstrand-
arinnar. Og loksins — guði sé lof — sjáum við hilla undir þá
uppi á sólbjartri ströndinni fyrir handan, næstum beint á móti þar
sem við biðum. Hér virtist afstaðið óskiljanlegasta kraftaverk í
heimi.
Þeir höfðu enga viðstöðu á vesturströndinni. Það varð að hafa