Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 86
80 TIMARIT MALS OG MENNINGAR rauðan strauminn, skref fyrir skref. í hverri hreyfingu þeirra birt- ist mikil lífsreynsla, sem þeim hafði auðsæilega tamizt að draga af gagnlega lærdóma. Vatnið hraðdýpkaði ekki, heldur sté hægt og hægt hærra og hærra uppeftir þeim. Brotið, ef brot skyldi kalla, virtist liggja þannig, að þeir urðu að heina hestunum skáhallt und- an straumnum. Þannig mjökuðust þeir lengra og Iengra niðureftir flóðinu og fjær og fjær ströndinni, sem við horfðum af á eftir þeim. Vatnið var stigið uppundir miðjar síður. Ur þessu virtust öll sund lokuð um afturhvarf til sama lands. Og ég beið þess í of- væni við hvert skref að sjá livað nú yrði djúpt, næst þegar þeir stigju niður framfætinum. Sund í þessum brimsollna flaumi myndi kasta hestunum flötum, og tveim hraustum drengjum yrði færra á íslandi. En vatnið hélzt í sömu hæð. Það var næstum óskiljanlegt, að svona mikill og úfinn hafsjór skvldi þó ekki vera dýpri en þetta. Þannig lónuðu þeir áfram sniðhallt undan straunmum all-lang- an veg niðureftir og röskan þriðjung af hreidd árinnar. Þá viku þeir hestinum til hægri handar og stefndu nú beint yfir að vestra landinu. Við þessa stefnubreytingu urðu hestarnir þverir fyrir straumþunganum og í sömu andrá hóf vatnið sig uppfyrir miðjar síður. Það var einmanaleg sjón að sjá hestana með mennina einsog svolitlar strýtur uppaf sér sveima þarna áfram útií þessu breiða, flaumósa hafi, líkt og sökkhlaðna smábáta, og maður stendur á önd- inni á fjarlægri strönd og býst við að sjá þá hverfa þá og þegar niður í djúpið. Hvílíkir undrakraftar, sem þessum blessuðum skepn- um hljóta að vera gefnir, að geta staðið af sér þvílíka straumskriðu. sem bylur á þeim hvíldarlaust uppfyrir miðjar síður! Þegar þeir áttu ófarinn allt að þriðjung vatnsbreiðunnar, breyttu þeir enn um stefnu og brutust nú skáhallt á móti flaumþunganum. Straumflugið brotnaði hvítfyssandi á hrjóstum þeirra og klauf sig freyðandi aftur með síðunum, og þeir sýndust streitast áfram í rykkjum. Hægt og liægt mjókkaði hafið milli þeirra og vesturstrand- arinnar. Og loksins — guði sé lof — sjáum við hilla undir þá uppi á sólbjartri ströndinni fyrir handan, næstum beint á móti þar sem við biðum. Hér virtist afstaðið óskiljanlegasta kraftaverk í heimi. Þeir höfðu enga viðstöðu á vesturströndinni. Það varð að hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.