Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 91
Halldór Kiljan Laxness:
Gegn óvinum landbúnaðarins
i
Snemma á síðast liðnu hausti ritaði ég greinarkorn um landbún-
aðarmál, (Tímaritið, 2. hefti 1942), þar sem ég gerðist talsmaður
þeirrar skoðunar, sem allir búnaðarfrömuðir landsins eru reyndar
sammála um, þótt stjórnmálamenn streitist á móti, að framleiðslu
landbúnaðarafurða hér á landi eigi að skipuleggja á hagrænum,
verkfræðilegum og þjóðfélagslegum grundvelli. Að öðrum kosti
verðum við, eins og hinn skeleggi búnaðarráðunautur Árni G. Ey-
lands kemst að orði, „að horfast í augu við það, að landbúnaður-
inn sé rekinn eins og verið hefur með úreltum aðferðum á óræktuðu
landi sem eins konar atvinnubótavinna, er aldrei beri sig, en þjóð-
félagið verði þó að halda uppi til þess að halda lífinu í því fólki,
sem hefur ekki „manndáð“ í sér til að snúa baki við búskapnum
og ná sér í aðra atvinnu“. Ég lýsti mig í grein þessari andvígan
þeim „búskap“, sem er í vitund þjóðarinnar, eins og Á. G. E. segir,
„eins konar efnalegt og andlegt fátækraframfæri“ og „ölmusuþegi
þjóðfélagsins11 (Á. G. Eylands, forustugrein í Frey, okt. 1942).
Grein mín í haust sem leið var fyrst og fremst skrifuð til að taka
málstað bænda og búgliðs gegn ákveðinni, margskilgreindri en ó-
yfirunninni blekkingarstefnu, sem rekin er í stjórnmálum undir yfir-
varpi „bændavináttu“, með smáframleiðendur sveitanna að leik-
soppi. Meðan landbúnaðurinn er gerður óhæfur til að inna af hönd-
um þjóðfélagshlutverk sitt og þjóðmegunar, svo sem framleiða
handa innanlandsmarkaðinum ýmsar allra sjálfsögðustu og óhjá-
kvæmilegustu lífsnauðsynjar, en aðrar við of, og hið starfandi fólk
látið flæmast í þúsundatali frá landbúnaðarframleiðslunni á ári
hverju (á síðustu tveim árum hefur hálft fimmta þús. manna leitað
til Reykjavíkur), þá er uppi stjórnmálaflokkur, sem læzt vera bænda-
flokkur, þar sem flokksforingjarnir sjálfir hafa með svo gagngerð-