Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 27
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 21 brigðri skynsemi, að íslenzka ríkið eða nokkurt annað riki geti helgað sér með einkarétti útgáfu á nokkrum bókum, hvort heldur þær hafa verið samdar á Islandi eða í einhverju öðru landi, og hvort heldur fyrir eða eftir 1400. íslenzka ríkið á engan sérrétt á útgáfu íslenzkra fornrita fremur en önnur ríki, og er öllum kunn- ugt, að miklu fleiri útgáfur þessara rita hafa hingað til verið prent- aðar erlendis en hér. á landi. Þetta atriði laganna er því algerlega dauður bókstafur utan Islands, hver útlendingur sem er getur sem áður gefið fornritin út, Islendingar einir eru sviptir frjálsum rétti til útgáfu á þeim, og má slíkt þykja furðulegt og hlægilegt. Eftir að höfundaréttur (að liðnum 50 árum frá dauða höfundar ) er útrunninn að verkum skálda og rithöfunda, eru þau sameigin- legur menningararfur allra þjóða. Það má hver sem er hvar sem er í heiminum gefa þau út, snúa þeim á sína tungu, semja upp úr þeim önnur verk. íslendingar eiga jafnan rétt á við Grikki á forn- ritum þeirra, Grikkir jafnan rétt og við á fornritum okkar. Við eigum rétt á við hvern Englending á útgáfu af ritum Shakespeares. Enska ríkið hefur ekki heimild til að taka sér neinn einkarétt á út- gáfu þeirra, og þótt það gerði slíkt (sem reyndar er óhugsandi um jafn siðmenntaða þjóð), gæti hvert ríki annað virt slík lög að vett- ugi. Laxdæla saga er engin séreign Dalamanna (þó að til séu þeir þykkskinnungar, sem lialda því fram), heldur ekki íslenzku þjóðar- innar. Laxdæla er fyrir allan heiminn. Þingmenn Rangæinga eru að gera sig að fábjánum, þegar þeir í auglýsingaskyni í kjördæmi sínu þykjast vera að taka Njálu að sér. Njála hefur lagt undir sig allan heiminn og þarf ekki á hjálp þeirra að halda til eins eða neins. (Hitt er aftur á móti vafasamt, hvort nokkrir menn í veröldinni gera sér eins heimskulegar hugmyndir um Njálu, eða finna mætti dæmi þess nokkurs staðar, að menn sverti nafn heimsfrægrar bók- ar með því að nota sér það í jafn lágkúrulegum tilgangi). Lögbann við prentun bóka (eins og fornritanna) með frjálsum útgáfurétti hlýtur að teljast brot gegn ákvæðum íslenzku stjórnar- skrárinnar um prentfrelsi. Kennslumálaráðuneytið er með lögun- um frá 1941 gert að nokkurs konar ritskoðunarstofnun, en í 67. gr. stjórnarskrárinnar segir: „ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða,“ Utgáfur af fornum sem nýjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.