Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 100
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 94 í þjóðfélaginu, bændur annars vegar og borgarbúar hins vegar, m. ö. o. sveitamannastétt og kaupstaðarmannastétt, og skuli þær heyja látlaust stríð, livor gegn annarri, — um hvað, veit enginn, enda ekki tekið fram. A stríði þessara tveggja „stétta“ er þrástag- azt af málpípum afturhaldsálmunnar í Framsóknarflokknum, þótt hinir vitrari og betri menn flokksins beri sér vitaskuld ekki slík öfugmæli og rökleysur í munn, og allra sízt landbúnaðarsérfræð- ingar flokksins. Það er óþarfi að eyða löngu rúmi til að hrekja þvílíkt rugl. Stéttaskiptingin, skipting ríkra og fátækra, verkamanna og arð- ræningja, fer auðvitað ekkert eftir því, hvort menn eiga heima í sveit eða bæ, sem ljósast- verður, ef maður svipast um í dálítið stækkuðu auðvaldsþjóðfélagi. Tökum til dæmis auðvaldslönd eins og England, Þýzkaland og Sviþjóð: þar eru ýmsar öflugustu arð- ránsstéttir og lyftistengur auðvaldsins menn, sem eiga heima í sveit- um (junkarar, lávarðar og allskonar landherrar), en að hinu leyl- inu eru bágstöddustu öreigar þessara þjóða landbúnaðarverka- menn af ýmsu tagi, þar á meðal einyrkjar og aðrir smáframleið- endur. Sama máli gegnir hér á landi, þar sem annars vegar eru jréttingsstór atvinnufyrirtæki í sveitum, rekin með aðkeyptum vinnu- krafti, hins vegar vinna einyrkjar hörðum höndum við vonlaus smá- fyrirtæki, og bera iðulega minna úr býtum, Jrótt þeir séu skrifaðir jarðeigendur, en þeir landverkamenn, sem vinna fyrir kaupi. Stjórn- málamenn, sem spekúlera í atkvæðum þessara smáframleiðenda í sveitum, halda miskunnarlaust að jreim þeirri blekkingu, að þeir séu atvinnurekendur og jafnvel yfirstétt, engu síður en stórbænd- urnir, hafnir yfir almenna verkamenn bæjanna. Vitaskuld er stéttaskipting hin sama í sveit og bæ. Raunveruleg- ur atvinnurekandi í sveit, stórbóndi með höfuðstól og rekstrarfé, aðkeyptan vinnukraft og mikla framleiðslu, getur á íslandi átt blá- snauðan, sístritandi einyrkja að holdlegum bróður, en milli þeirra er enginn stéttarskyldleiki, fremur en milli atvinnurekanda og verkamanns í borg. Smáframleiðandi í sveit, einyrki, sem lifir ásamt fjölskvldu sinni á vinnu eiginhanda og öðru ekki, tilheyrir vitanlega sömu stétt og verkamenn bæjanna, hvorugur stendur öðr- um ofar í þjóðfélaginu. heldur er áhugamál beggja að fá lyft kjör-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.