Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 100
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
94
í þjóðfélaginu, bændur annars vegar og borgarbúar hins vegar,
m. ö. o. sveitamannastétt og kaupstaðarmannastétt, og skuli þær
heyja látlaust stríð, livor gegn annarri, — um hvað, veit enginn,
enda ekki tekið fram. A stríði þessara tveggja „stétta“ er þrástag-
azt af málpípum afturhaldsálmunnar í Framsóknarflokknum, þótt
hinir vitrari og betri menn flokksins beri sér vitaskuld ekki slík
öfugmæli og rökleysur í munn, og allra sízt landbúnaðarsérfræð-
ingar flokksins.
Það er óþarfi að eyða löngu rúmi til að hrekja þvílíkt rugl.
Stéttaskiptingin, skipting ríkra og fátækra, verkamanna og arð-
ræningja, fer auðvitað ekkert eftir því, hvort menn eiga heima í
sveit eða bæ, sem ljósast- verður, ef maður svipast um í dálítið
stækkuðu auðvaldsþjóðfélagi. Tökum til dæmis auðvaldslönd eins
og England, Þýzkaland og Sviþjóð: þar eru ýmsar öflugustu arð-
ránsstéttir og lyftistengur auðvaldsins menn, sem eiga heima í sveit-
um (junkarar, lávarðar og allskonar landherrar), en að hinu leyl-
inu eru bágstöddustu öreigar þessara þjóða landbúnaðarverka-
menn af ýmsu tagi, þar á meðal einyrkjar og aðrir smáframleið-
endur. Sama máli gegnir hér á landi, þar sem annars vegar eru
jréttingsstór atvinnufyrirtæki í sveitum, rekin með aðkeyptum vinnu-
krafti, hins vegar vinna einyrkjar hörðum höndum við vonlaus smá-
fyrirtæki, og bera iðulega minna úr býtum, Jrótt þeir séu skrifaðir
jarðeigendur, en þeir landverkamenn, sem vinna fyrir kaupi. Stjórn-
málamenn, sem spekúlera í atkvæðum þessara smáframleiðenda í
sveitum, halda miskunnarlaust að jreim þeirri blekkingu, að þeir
séu atvinnurekendur og jafnvel yfirstétt, engu síður en stórbænd-
urnir, hafnir yfir almenna verkamenn bæjanna.
Vitaskuld er stéttaskipting hin sama í sveit og bæ. Raunveruleg-
ur atvinnurekandi í sveit, stórbóndi með höfuðstól og rekstrarfé,
aðkeyptan vinnukraft og mikla framleiðslu, getur á íslandi átt blá-
snauðan, sístritandi einyrkja að holdlegum bróður, en milli þeirra
er enginn stéttarskyldleiki, fremur en milli atvinnurekanda og
verkamanns í borg. Smáframleiðandi í sveit, einyrki, sem lifir
ásamt fjölskvldu sinni á vinnu eiginhanda og öðru ekki, tilheyrir
vitanlega sömu stétt og verkamenn bæjanna, hvorugur stendur öðr-
um ofar í þjóðfélaginu. heldur er áhugamál beggja að fá lyft kjör-