Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 66
60
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Gangið þið heilar í liagann.
gerið engum bagann;
guð gefi ykkur gras í maga,
mjólk í spena,
fisk í júgur,
hold á bein.
Sankti Máría, seztu á stein.
Guð greiði götu mina;
geng eg svo heim.
Maríu mey er sýnilega ætlað að sitja yfir ánum. Álíka barnslegur
hreinleikur og fegurð er yfir þessari þulu um Maríu:
Máría gekk til kirkju-,
mætti helgum krossi,
liafði lykil á linda,
lauk upp liimnaríki;
kirkjan stendur á sandi
ineð hnappagullið á;
það er hún jómfrú Máría,
sem þetta húsið á;
guð láti sólina skína
yfir fagra fjallinu því,
sem hún Máría mjólkaði kúna sína.
Mikill bálkur íslenzkra þjóðkvæða og alþýðustefja er í tengslum
við þjóðsögur og ævintýri og ber ærin merki þeirra tengsla. Mundu
þess kyns sögur ekki frekar öllu hafa átt heima í rökkri eða ein-
veru? Þá opnuðust gættir huliðsheima. Smalinn heyrði sungið í
klettum og hólum, vermaðurinn, sem var einn á ferð uppi á öræfum,
heyrði tröllslegar raddir í fjöllunum, og sjómaðurinn sem var einn
að pauf'ast í myrkri niðri við naust heyrði fleira en brimniðinn.
Hér fylltist allt af stefjum og vísum. Orðstef sagnanna urðu ósjálf-
rátt að kveðskap, heyrnir þessa ljóðelska fólks urðu að meira og
minna leyti í ljóðurn, og alþýðuskáldin færðu í stuðla skorður sagnir
af viðskiptum manna við hulduliðið. Þetta er kveðskapur hugboðs
og hugarflugs, hér skapar óskin sér silfri þakta sali, en annað veifið
rísa ferleg skrímsli og glottandi óvættir upp úr djúpi óttans, hér er
þrá og grunur og uggur, gleði og tregi, en allt er sveipað hulu og
kynjum blandað.