Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 126
220 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAk leit svo á, að sjúkleiki og spilling þessarar menningar stafaði frá rangri og óhæfri forystu. Hann vildi slíta af sér viðjarnar, rísa öndverður gegn hinum fáu útvöldu, sem afvegaleiddu fjöldann, afhjúpa blekkingar þeirra, feyskjur og andlega spákaupmennsku, en bregða jafnframt á loft merki nýrrar og betri lífsskoðunar. Til þess að geta tjáð hug sinn sem áhrifaríkast varð hann að skapa hetju, — svo heilbrigða, hjartahreina og óflekkaða, að hún hefði rétt til að meta og dæma, svo styrka og raddmikla, að hún ætti áheym vísa. Þetta tókst honum vissulega. Hetjan er tónskáldið Jóhann Kristófer. En hver er hann þá í rauninni og úr hvaða þáttum er hann ofinn? Ég hygg, að bezt fari á því, að lesendur reyni sjálfir að svara slíkum spurningum, enda má gera það á marga vegu. Hinsvegar leikur lítill vafi á því, að saga Beethov- ens hefur verið Rolland næsta hugstæð, þegar hann skóp hetju sína. Þess vegna mætti segja með nokkrum rétti, að Jóhann Kristófer sé Beethoven og Rolland sameinaðir, — með öðrum orðum: fulltrúi hins dýrmætasta í þýzkri menningu og franskri á átjándu og nítjándu öld. Þó fer því fjarri, að skýring þessi sé fullnægjandi, því að Jóhann Kristófer er hvorki bundinn rammlega við ákveðin þjóðerni né afmarkað menningartímabil, eins og gleggst má ráða af sívaxandi vinsældum, sem hann hefur notið í flestum löndum heims hátt á fjórða tug ára. Ef til vill grundvallast þær framar öllu á því, að hann er persónugervingur hins sanna, frjálsa listamanns, skapandi og leitandi andi, einlægur, göfugur og jötunefldur, en jafnframt svo mannlegur, að hann hlýtur ávallt að ná til hjartans. Ég veit ekki, hvort þessi óður lífs og listar, frelsis og mannúðar verður í raun réttri talinn til skáldsagna. Sennilega er farsælast að fara að ráðum höfundarins og gera enga tilraun til að draga verkið í dilk einhverrar sérstakr- ar bókmenntagreinar. Þegar við hittum mann, leggjum við ekki í vana okkar að spyrja, hvort hann sé ljóð eða skáldsaga, minnir mig að Rolland segi forspjalli að einum þætti verksins. Og sannarlega er Jóhann Kristófer maður í tignustu merkingu þess orðs. Við fylgjum honum um langan og örðugan veg frá vöggu til grafar. Þrengingar, vonbrigði, sorgir og þjáningar mæða án af- láts á brjósti honum, en engu að síður heldur hann ótrauður áfram á braut sinni og glatar hvorki lífstrú sinni né mannkærleika. Að vísu munar oft litlu, að hann láti bugast og gefist upp, en um það er lýkur hefur hann náð því marki, sem hann keppti að, gert skyldu sína við samtíð og framtíð. Þegar hann deyr á síðustu blaðsíðum bókarinnar, hefur hann öðlazt nýtt líf í hjarta lesanda. Efni verksins er svo margþætt og yfirgripsmikið, að býsna torvelt mundi reynast að rekja það, enda skal þess ekki freistað hér. Þó get ég ekki stillt mig um að drepa á örfá atriði. Þrjú fyrstu bindin, Dagrenning, Morgunn og Unglingsárin, sem nú eru komin út á íslenzku í einni bók, fjalla öll um bernsku og æsku Jóhanns Kristófers í smáborg einni við Rín. Þar semur liann fyrstu tónsmíðar sínar, vinnur fyrstu sigrana á listabrautinni, eignast fyrsta vininn, verður fyrst ástfanginn og bergir í fyrsta skipti á kaleik sorgar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.