Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 132
226 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En í allri vandlætingunni kemur margt fram um fólkið sem Þorsteinn átti skipti við. Hér má t. d. lesa um það sérkennilega atvik þegar söfnuður neit- aði að sækja kirkju til óhæfs prests sem reynt var að þröngva upp á hann, og sóknarbörnin gripu síðast til þess úrræðis að læsa kirkjunni fyrir prestinum. Söfnuðurinn skaut málinu til biskups, og séra Þorsteinn varð að láta í minni pokann. Annað dæmi um viðleitni sem misheppnaðist var afstaða séra Þor- steins til jólagleðinnar á Þingeyrum, en þar hafði józkur bóndi staðið fyrir leikjum, líklega að dönskum sið, hjá Bjarna Halldórssyni sýslumanni. Prestur skrifaði heila bók gegn þessum ófögnuði, en ekki verður séð að hún hafi haft veruleg áhrif, því að löngu síðar getur hann þess að jólagleðin hafi lagzt niður með láti Bjarna sýslumanns. Yfirleitt sýnir bókin átakanlega hinn þrönga sjónhring íslenzks prests á 18. öld, og var þó séra Þorsteinn tvímælalaust betur gefinn og menntur en margir stéttarbræðra hans. Þegar hann leggur fram umbótatillögur til lands- nefndarinnar 1771 (sem voru þó djarfari en aðrir prestar í Húnaþingi vildu samþykkja) vill hann ekki hreyfa við einokuninni, aðeins fá „separathöndlan" og verðhækkun á landbúnaðarvörum. En meginbölið er að hans dómi „agaleysi og blygðunarleysi ungdómsins og hjúanna". Ur því vil hann bæta með betri stjórn á vinnufólki, meiri húsaga og lögfestingu á kaupi. Enn fremur vill hann fá barnaskóla eða farkennara sem kennt gætu börnunum „nokkuð skikkan- legt siðferði". Þó er varla rétt að áfellast séra Þorstein harkalega fyrir þessar skoðanir. Svipaðar raddir má heyra enn í dag hjá miinnum sem væri innan handar að vita betur. En því verður ekki neitað að séra Þorsteinn virðist hafa orðið fyrir næsta litlum áhrifum af þeim hreyfingum sem helzt miðuðu til framfara meðal samtíðarmanna hans. Meiri trúrækni og strangari agi eru beztu bjargráðin í hans augum, og hungur og harðrétti landsmanna eru fram- ar öllu refsing guðs fyrir syndugt líferni. í harðindunum 1757 leggur hann til í umburðarbréfi til presta sinna að hrossaketsætur séu látnar standa opinber- ar skriftir, annars mundi leiða af því, „skaðlegan hestaþjófnað, stakt blygð- unarleysi og fleira illt.“ Séra Þorsteinn var ekki einn um slíkar skoðanir. Gísli biskup Magnússon hneykslast og mjög á þessu, talar um „hestætanna liderlige og forargerlige Opförsel“, vill þó ekki láta prestana refsa þeim, heldur áminna ])á kristilega, en ef þeir þverskallist eigi að fela sýslumönnum að hegna þeim. En hungrið mátti sín meira en kenningar kirkjunnar, og 20 árum síðar er jafnvel séra Þorsteinn orðinn mildari í garð hrossaketsætanna. Einn mikinn kost hefur þessi ævisaga, en það er hreinskilni höfundar. Hann gerir mjög lítið að því að fegra málstað sinn eða framkomu, og þó að lesand- inn fái ekki nema takmarkaða samúð með höfundinum og öllu amstri hans, fær maður ekki varizt þeirri skoðun að hann hafi alltaf lagt sig fram eftir beztu samvizku og haldið fast við það sem hann taldi sér og þjóðinni hollast. Nú efumst við ekki um að skoðanir hans voru rangar, en sökin á því er frekar að finna í þjóðfélagsástandinu heldur en hjá manninum Þorsteini Péturssyni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.