Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 132
226
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
En í allri vandlætingunni kemur margt fram um fólkið sem Þorsteinn átti
skipti við. Hér má t. d. lesa um það sérkennilega atvik þegar söfnuður neit-
aði að sækja kirkju til óhæfs prests sem reynt var að þröngva upp á hann, og
sóknarbörnin gripu síðast til þess úrræðis að læsa kirkjunni fyrir prestinum.
Söfnuðurinn skaut málinu til biskups, og séra Þorsteinn varð að láta í minni
pokann. Annað dæmi um viðleitni sem misheppnaðist var afstaða séra Þor-
steins til jólagleðinnar á Þingeyrum, en þar hafði józkur bóndi staðið fyrir
leikjum, líklega að dönskum sið, hjá Bjarna Halldórssyni sýslumanni. Prestur
skrifaði heila bók gegn þessum ófögnuði, en ekki verður séð að hún hafi
haft veruleg áhrif, því að löngu síðar getur hann þess að jólagleðin hafi lagzt
niður með láti Bjarna sýslumanns.
Yfirleitt sýnir bókin átakanlega hinn þrönga sjónhring íslenzks prests á
18. öld, og var þó séra Þorsteinn tvímælalaust betur gefinn og menntur en
margir stéttarbræðra hans. Þegar hann leggur fram umbótatillögur til lands-
nefndarinnar 1771 (sem voru þó djarfari en aðrir prestar í Húnaþingi vildu
samþykkja) vill hann ekki hreyfa við einokuninni, aðeins fá „separathöndlan"
og verðhækkun á landbúnaðarvörum. En meginbölið er að hans dómi „agaleysi
og blygðunarleysi ungdómsins og hjúanna". Ur því vil hann bæta með betri
stjórn á vinnufólki, meiri húsaga og lögfestingu á kaupi. Enn fremur vill hann
fá barnaskóla eða farkennara sem kennt gætu börnunum „nokkuð skikkan-
legt siðferði". Þó er varla rétt að áfellast séra Þorstein harkalega fyrir þessar
skoðanir. Svipaðar raddir má heyra enn í dag hjá miinnum sem væri innan
handar að vita betur. En því verður ekki neitað að séra Þorsteinn virðist
hafa orðið fyrir næsta litlum áhrifum af þeim hreyfingum sem helzt miðuðu
til framfara meðal samtíðarmanna hans. Meiri trúrækni og strangari agi eru
beztu bjargráðin í hans augum, og hungur og harðrétti landsmanna eru fram-
ar öllu refsing guðs fyrir syndugt líferni. í harðindunum 1757 leggur hann til
í umburðarbréfi til presta sinna að hrossaketsætur séu látnar standa opinber-
ar skriftir, annars mundi leiða af því, „skaðlegan hestaþjófnað, stakt blygð-
unarleysi og fleira illt.“ Séra Þorsteinn var ekki einn um slíkar skoðanir.
Gísli biskup Magnússon hneykslast og mjög á þessu, talar um „hestætanna
liderlige og forargerlige Opförsel“, vill þó ekki láta prestana refsa þeim,
heldur áminna ])á kristilega, en ef þeir þverskallist eigi að fela sýslumönnum
að hegna þeim. En hungrið mátti sín meira en kenningar kirkjunnar, og 20
árum síðar er jafnvel séra Þorsteinn orðinn mildari í garð hrossaketsætanna.
Einn mikinn kost hefur þessi ævisaga, en það er hreinskilni höfundar. Hann
gerir mjög lítið að því að fegra málstað sinn eða framkomu, og þó að lesand-
inn fái ekki nema takmarkaða samúð með höfundinum og öllu amstri hans,
fær maður ekki varizt þeirri skoðun að hann hafi alltaf lagt sig fram eftir
beztu samvizku og haldið fast við það sem hann taldi sér og þjóðinni hollast.
Nú efumst við ekki um að skoðanir hans voru rangar, en sökin á því er
frekar að finna í þjóðfélagsástandinu heldur en hjá manninum Þorsteini
Péturssyni.