Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 111
U.MSAGNIR UM BÆKUR 101 fulltíða, sem hafa alið allan aldur sinn á þessari möl og eiga engan grænan dal að hverfa til í skáldskap sínum. Einn af þeim er Elías Mar. Vögguvísa er reykvískasta saga, sem enn hefur verið skrifuð, ekki sízt fyrir það, að hér er fyrsta sinn reynt í alvöru að lýsa lífi borgarinnar með hennar eig- in tungutaki. I samanburði við múgmál heimsborganna má vera það sé hálfkar- að og lítt harðnað til bókmenntalegra átaka, að því skapi sem Reykjavík er skemmra komin á veg heimslegrar for- herðingar. En málfarið og staðblærinn virðast svo ófölsuð í sögu Elíasar, að lesandanum finnst hann anda að sér reykvísku lífslofti. Höfundinum hefur hvað sem öðru líður tekizt að leggja undir bókmenntir okkar áður ónuminn skika af íslenzkum virkileika, og er það meir en lítilla gjalda vert. En auðvitað verður sagan jafnframt að ná máli á annan almennari kvarða. Vögguvísa byrjar eins og glæpasaga. Þrír unglingar brjótast inn og stela pen- ingum. Bambínó (það útleggst víst barn- unginn) er yngstur, tæpast kominn af barnsaldri og er teymdur út í þetta ævin- týri af Badda Pá, sem er átrúnaðargoð hans, hálffullorðinn, svalur og myndar- legur gæi í augum piltsins. Sagan ger- ist á þeim fjórum náðardögum, sem þeim eru léðir, þangað til þeir verða uppvísir að brotinu. Bambínó fær auðvitað hlut af þýf- inu. Peningaráðin opna honum ýmis tækifæri og hann berst eins og rekald frá einni freistingu til annarrar þar til hann hafnar í svaðinu úti fyrir húsi sjálfstæðisins að kvöldi sunnudags, en þá hefur allt komizt upp og sagan er öll. Framan af tekst vel að sýna hvernig sektarvitundin orkar á barnshuga Bam- bínós, en síðan er eins og aukapersónur og annarleg atvik taki ráðin af höfundi og fari að ryðja sér um of til rúms í sögunni og að sama skapi hverfur Bam- bínó í þoku. Að þessu leyti er Arngríms þáttur heildsala verulegur söguspillir, of langur, ósannfærandi og ekki heldur nógu skemmtilega fráleitur. I skapgerð Badda Pá er kynlegur tvískinnungur, sem erfitt er að sætta sig við. Hann er í sögubyrjun harðsoðinn smáþjófur, sem vílar ekki fyrir sér að leiða Bambínó á glapstigu upp á sport, en kúvendir yfir í fílósófískan prédikara með snert af þjóðfélagslegri vandlætingu og talar þá um fyrir drengnum af föðurlegri ábyrgð- artilfinningu. Vögguvísa er fyrst og fremst safn svipmynda úij lífi hinnar auðnulitlu stríðskynslóðar og kynnir okkur nánar ýmis einkenni þeirrar menningarlegu áttavillu, sem oft gengur undir nafninu siðspilling æskulýðsins. Sagan ber það ótvírætt með sér að höfundur hefur ekki látið sér nægja að henda á skot- spónum þekkinguna á því umhverfi, sem lýst er. Einkum hefur hann lagt sig eftir hinu nýstárlega málfari hinna átta- villtu og byggir frásagnarstílinn á slangi þessu, að vísu með misjöfnum árangri frá sjónarmiði hreinnar orðlistar, en þó veldur þessi stílblær mestu um það, hversu lýsingar sögunnar orka víða gagngert á lesandann. Að hinu leytinu ber sagan nokkur neikvæð merki fræðimennskunnar, sem að baki henni liggur. Höfundi hefur sýnilega verið sárt um að hafna neinu af þeim efniviði, sem hann átti saman dreginn. Fyrir það minnir hún sumstað- ar á syrpu, þar sem öllu er haldið til haga. Þessar myndir og drög eru varla svo unnin, mynda tæplega svo rökvíslega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.