Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 4
194
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sonar, og hann er líka sú perla sein í þeim skín: Eins og rúbínsteinn er hann rauð-
ur og hreinn. Kvæði skáldsins koma á móti manni hrein og björt og færa með sér
yndisleik og fegurð: koma með sínar einföldu manndómskröfur og útsýn til allra
stranda. Ljóðin hans eru íslenzk vornáttúra: þeyr í lofti, hlíðin í litríkum gróanda,
farfuglarnir komnir í túnið, allt um kring fegurð og söngur, að ógleymdum niðinum
í ánni. Og mikið elskar skáldið þetta land í gróandanum er hann tekur litla ljúf í
fylgd með sér og sýnir honum hvem blett, hverja hæð og laut og fjallahringinn:
Lind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir, — þetta land átt þú. Þessi ljóð smjúga
inn í hjartað og ylja hverja taug. Stundum hvarflar manni í hug að einyrkinn undan
Klettafjöllum sé komiun heim og vænt mun honum þykja um samherja sinn, önn
hans og andvökunætnr. Málið hefur Guðmundur lært af sömu móðurinni og þeir
Jónas og Þorsteinn, af vörum hljómþýðrar náttúru og alþýðu.
Unga Island, þjóðin frá því í fyrra, samfylgdarlið Guðmundar Böðvarssonar.
Hvar er það? Margir voru kallaðir en fáir útvaldir. Flestir hafa týnt niður vor-
draumi aldarinnar, eða selt hann með sál sinni. Þeirra bíður auðnin og gleymskan.
Guðmundur er einn af þeim fáu útvöldu er varðveitt hafa hugsjón Islands skíra og
hjarta. Hann hefur unnið þrautirnar, vaðið eldana þrjá, og hlýtur kóngsríkið að
launum. I fornum sveitum unga Islands lýsir nafn hans sem bjartur viti í myrkum
sjá. Og hversvegna? Hvað hafði hann umfram alla hina sem týndust, alla þá sem
hrugðust þegar Islandi reið mest á? Þegar á reyndi að standa við hugsjónir æsk-
uiinar og reynast sjálfunt sér trúr. Svara má því til að liann sé skáldið með sjáand-
ans augu og þær taugar sem binda mann ættjörðinni fastast. En ekki er það ein-
lilítt. Skáld geta snúizt öndverð við sjálfum sér og þjóð sinni og jafnvel selt sál sína
fjandanum. Guðmundur lýsir því með sárri beiskju í kvæðinu Utlent skáld er dýrl-
ingnr minn frá draumavorinu hjarta þann dag var til grafar borinn í mínu hjarta,
og hann segir: Og margur var sá er sveikst undan göfugn merki
og settist að fjandmannsins borði við rósir og vín
og lagði í rústir með einu ódæðisverki
öll afrek sín,
Til viðhótar því að vera skáld með alskyggnan litig hefur Gnðmundnr Böðvarsson
haft hjartað á réttum stað. Hann liefur liaft hugrekldð til að vera sjálfum sér og
vordraumi aldarinnar trúr. Á tímum sem þessnm þegar togað er í alla skekla á Is-
lendiugum er það hugrekkið sem sker úr um manninn: hvort liann heldur hug-
myndum sínum hreinum, er trúr lífinu eða ekki, livort hann er eða er ekki. Guð-
mundur sjálfur er líka þeirrar skoðunar eins og skýrast má sjá af Kveðju til lilut-
lauss vinar. Og með þessu er ég kominn að þvi sem ég vildi hér sérílagi taka fram
unt Guðmund og skáldskap ltans: hinum sterka persónuleik sem stendur á hak við
iill Ijóð lians. Hann er í hverju sínu ljóði hann sjálfur, heill og sannur.
Einmitt með þessu að standa í einu og öllu við lmgsjón sjálfs sín og þjóðarinnar
hefur Guðmundtir áður en hann vissi sjálfur orðið stór í Ijóðum sínum og mikill
með þjóð sinni, og kvæðin hans ljós á liennar vegiint inn í framtíðina. Þau eru orð-
in hin syngjandi hörpuskel sent flytur þjóðinni á sinn einfalda hátt nið hafdjúpsins,
samvizkurödd hennar sjálfrar, og liljóma frá yztu ströndunt. Kr. E. A.