Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 43
EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON Á HVOLI 233 ugan garð að gresja þá var Mýrdælingum síður en svo alls varnað um það sem til fyrirmyndar er fallið. Eg tel fráleitt að nokkur einn annar maður en Eyjólfur hafi verið svo gagnkunnur gangi lífsins hér sem hann. A þessum kennsluárum sínum eru það tvö félög sem hann á þátt í að stofna eða er frumkvöðull að. A öðru kennsluárinu kom hér „Lestrarfélag Mýrdælinga“, og var Eyjólfur formaður þess. Náði það brátt um allan Mýrdal, var um tíma fimmskipt og borið á milli deilda. Hefur þessi land- burður af skemmtun og fróðleik áreiðanlega lyft hugum margra upp úr dýjum vana og hugsunarleysis og leyst margan úr fjötrum heimsku og hleypidóma þess tíma. Eyjólfur réðst þarna á garð fáfræðinnar meðal eldri kynslóðarinnar, engu síður en barnanna sem hann var að kenna. A þriðja starfsári Eyjólfs hér stofnar hann fyrsta bindindisfélagið í sveitinni ásamt öðrum góðum mönnum. Var það 1895. A næstu árum á hann mikinn þátt í framfaramálum með Guðmundi Þorbjarnarsyni og Gunnari Ólafssyni, sem báðir eru landskunnir. Stóð hann manna fremst- ur að sveitablaðinu „Mýrdæling“ og málfundafélaginu „Ármanni“, sem hvortveggi vöktu hér nýjar framfarahreyfingar og mjög þarflegir sveit- inni. Mun aldrei hafa miðað hér betur í áttina. Sást það svo að ekki var um að villast. Framfarasporin voru stigin hvert af öðru á fyrstu árum aldarinnar. Bindindi festir hér rætur, bindindisfélög og góðtemplara- stúkur auka menningarbrag. Fyrsti barnaskólinn er byggður í byrjun aldarinnar og á næstu árum aðrir fjórir. Stóð Mýrdalurinn þá mjög framarlega í fræðslumálum. Rjómabú er stofnað 1903, nær það félag yfir allan Mýrdal. Til samgöngubóta kemur Skaftfellingur og sparisjóð- ur er stofnaður fyrir sýsluna og alla tíð síðan starfræktur í Vík. Og 1908 kemur fyrsta ungmennafélagið hér. Að öllum þessum félagsmálum stóð Eyjólfur Guðmundsson framarlega og ungmennafélagið fyrsta stofnaði hann ásamt Þorsteini kennara Friðrikssyni og var fyrsti formaður þess. Árið 1904 er Eyjólfur orðinn bóndi á Hvoli og festir ráð sitt. Kvænt- ist 20. september það ár eftirlifandi konu sinni, Arnþrúði Guðjónsdótt- «r frá Þórustöðum í Kaupangssveit (f. 22. des. 1872). Var sá kvenkostur honum áreiðanlega mikilsverður. í byrjun var búið lítið, en fyrir áhuga, dugnað og framsýni blómgaðist það fljótt og varð er tímar liðu með traustustu búum í sveitinni. Á fyrstu búskaparárum komst Eyjólfur í hreppsnefnd og var oddviti um nokkur ár. Árið 1911 varð hann hrepp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.