Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 38
228 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — Það var aldeilis! Hún var svo undarlega tóm í höfðinu, að hún lét hann draga sig mót- þróalaust þangað sem maðurinn hafði hnigið niður og fólksþyrpingin var þéttust, en þegar hann fór að troðast, sleppti hún honum. — Er hann dáinn? var það fyrsta sem fylgj unauturinn spurði um, þegar hann kom í þvöguna. Sá sem fyrir honum varð leit á hann snöggt án þess að svara. Þetta var fölur og álkulegur náungi — svo lítill að hann sá ekki einu sinni yfir öxlina á næsta manni, þótt hann stæði á tá. Samt þokaði hann til hliðar og hleypti fylgjunautinum fram fyrir sig. Hann var óþægilega fyrirferðamikill, þar sem hann seig áfram á milli manna í misjafnlegri óþökk með frakka og úttroðna skjalatösku undir hendinni. Og honum miðaði hægt, svo hægt að hann fór að hugsa um, að hann hefði kannski átt að biðja konuna að halda á þessum föggum rétt á meðan. Það var eins og henni væri hrundið til baka af ósýnilegum armlegg, og hún hörfaði í leit að stuðningi að granítvegg næsta húss, köldum og veðruðum með dýrhöfðum kringum glugga og dyr, litlum kattarhausum, sem ráku út úr sér tunguna. „Guð,“ hugsaði hún, „guð, hvað hann var einn, með eldinn eins og rauðgult óargadýr á bakinu — og allt þetta fólk í kring! “ En hún hugs- aði þetta ekki af neinni tilfinningu, og sjálf varð hún hrædd við, hvað hún kenndi lítið í brjósti um þennan brennandi mann. Það var eins og allar skynjanir hefðu skyndilega dofnað, og hún hallaðist að veggnum og leitaði uppi fylgjunaut sinn með augunum, sá hvar hann spannst út úr þvögunni, hróðugur og uppveðraður, staldraði ögn og snerist óákveð- inn ... („Guð, það er eins og hann ætli að gefa drykkjupeninga!“ hugs- aði hún.) — Maðurinn er í yfirliði! kallaði hann til hennar. Komandi og más- andi í léttu uppnámi eins og hreifur af víni, hnaut hann og sagði fræð- andi: — Það skvettist á hann bensín og kviknaði í bikinu í fötunum ... hefði kannski verið hægt að slökkva í honum strax, ef einhverjum hefði dottið í hug að fara úr frakkanum og kæfa með honum eldinn ... Ósjálfrátt hrökk hún undan honum og þóttist ekki taka eftir því, að hann bauð henni arminn — þykka hönd og fingrastutta sem fálmaði sig hikandi í átt til hennar ... — Það var aldeilis! sagði hann aftur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.