Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 21
KLUKKAN HENNAR ÖMMU 211 legar sem hún héti Rannveig, og segja síðan nokkur vel valin orð við suma mannorðsþjófa hér í plássinu. Þegar Lína í Litlabæ og Katrín í Kambhúsum fluttu Unndóru þau sorgartíðindi, að úrsmiður oddvitafrúarinnar hefði fengið heilablóðfall, komst hún ekki við af slíkum bágindum, heldur eggjaði lið sitt yfir rjúk- andi kaffibollum, sumir sögðu púnsi, og taldi heilablóðfall úrsmiðsins tóman skáldskap og undanbrögð. Við höfum þolað einræðisbrölt í mörg ár, eigum við að sætta okkur við fjárglæfra líka? Hvernig væri að kalla saman fund í félaginu, í síðasta lagi um veturnætur, auglýsa hneykslið, víkja oddvitafrúnni úr embætti og kjósa nýjan formann? Lína í Litlabæ og Katrín í Kambhúsum máttu ekki vera að því lengur að sinna um heimili sín, ófriðarblikan dökknaði jafnt og þétt, hörð átök tveggja stórvelda í kvenfélaginu virtust óumflýjanleg. Kvöld eitt reikaði Jóakim heim til ömmu og játaði fyrir henni, öldungis miður sín, að allt væri þetta sér að kenna, hann hefði gloprað því út úr sér að klukkan væri biluð. Æ, sagði amma, naumast ég varð sjötug! Bölvaður asni gat ég verið, sagði Jóakim. Svona er ég alltaf! Daginn eftir urðu þau jarteikn, sem bundu endi á þessa hvimleiðu deilu. Amma var að leita að sjali í neðstu kommóðuskúffunni og ætlaði víst að heiman til að miðla málum milli stórveldanna, en ég sat á kollu- stól við eldhúsborðið og át graut, nýkominn úr kúskeljaleiðangri vestur á granda. Um leið og grautinn þrýtur og ég ýti frá mér tómum diskin- um, leggur eitthvert annarlegt kvik upp eftir hryggnum á mér, svo að ég lít um öxl til að vita hverju þetta sæti. í næstu andrá hriktir og brakar í eldhúsinu, stóllinn nötrar undir mér, skeiðin titrar á diskinum, sömu- leiðis lok á könnu og katli, það er eins og hrollur fari um sérhvern hlut. Og áður en ég fæ ráðrúm til að láta í ljós undrun mína yfir slíkum býsn- um, þá eru þau um garð gengin og allt orðið kyrrt að nýju. Amma, hvað var þetta? kallaði ég og spratt upp af stólnum. Guð sé oss næstur, skárri voru það lætin! sagði amma. Hún hafði ósjálfrátt gripið klukkuna af kommóðunni til að verja hana falli og skemmdum, ef hristingurinn færðist í aukana; nú þóttist hún viss um að hættan væri liðin hjá, svo að hún lét afmælisgjöf kvenfélags- ins á sinn stað og fór að huga að sjalinu sínu eins og ekkert hefði í skor- izt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.