Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 103
UMSAGNIR UM BÆKUR 293 hefur fáa gæfumenn eignazt slíka sem hann. Hins vegar var lánleysi þjóðarinn- ar ömurlegra en orð fái lýst, að henni skyldi farast svo hraksmánarlega við þennan mikla og framsýna menningar- frömuð sem raun varð á. Bezt skilgreindi Sigurður sjálfur aðstöðu sína, er hann ritaði af umburðarlyndi og karlmann- legu æðruleysi í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar 1861: „Hvorki ég sjálfur né aörir þurfa að kippa sér upp við, þó seigt og fast gangi fyrir mér, þar sem ég er einn míns liðs, og fáir vilja eða geta skilið mig fyrr en eftir langvarandi baráttu. Því ég er fram- sögumaður í þeim málum, sem aldrei hafa verið borin upp fyrr og þess vegna óþekkt hjá almenningi(Leturbr. mín. E. B.) Þetta er skýringin á sögu Sigurðar málara, og er ævi hans kjörið efni í leik- rit. Út er komin á forlagi Helgafells bók er nefnist „Þáttur Sigurðar málara“ eft- ir Lárus Sigurbjörnsson, leiklistarfræð- ing. í bókinni eru þrjár ritgeröir: Mað- urinn, FélagiÖ og Málarinn. í hinni fyrstu er sagt frá ætt Sigurðar og upp- runa, námi hans og starfi, hugsjónum og baráttu til efstu stundar. Onnur ritgerö- in er saga merks leynifélags er hér starf- aði af miklu f jöri á 7. og 8. tugi fyrri ald- ar og nefndist fyrst „Leikfélag andans“, en síðar Kvöldfélagið. Er sú saga ýtar- legri en þörf hefði verið til að sýna þátt Sigurðar í störfum þess og stuðning fé- lagsins við hugðarefni hans, en um það er sízt að sakast, því að saga félagsins bregður ljósi yfir menningarlíf höfuð- staðarins á þessum árum og er hin fróð- legasta. Þriðja ritgerðin fjallar um leik- tjalda- og listmálarann Sigurð Guð- mundsson. Lárus Sigurbjömsson er fróðastur allra íslendinga fyrr og síðar um ís- lenzka leiklistarsögu og ætti, ef réttlæti ríkti hér nú fremur en á dögum SigurÖ- ar málara, að fá tækifæri til að gefa sig að rannsókn hennar eingöngu, því að það er ærið starf einum manni og hver síÖastur að bjarga undan tímans stóra- sjó ýmsum ómetanlegum menningar- sögulegum verðmætum, sem engum er fært að draga á land öðrum en Lárusi. Við rannsókn á leiklistarsögunni hefur Lárus fengið upp í hendur þá þræði, sem þættir þessir eru úr spunnir. Sigurður Guðmundsson var einn af brautryðjendum íslenzkrar leiklistar: Hann gekkst fyrir leiksýningum og sýndi „lifandi myndir“ (tableaux) í Reykjavík, beindi huga þeirra Stein- gríms og Matthíasar að leikritum Shake- speares og hvatti þá til að þýða þau, átti þó nokkum þátt í Útilegumönnun- um (Skugga-Sveini) eftir Matthías og gerði leiktjöldin, sem notuð voru við fyrstu sýningu leikritsins fyrir 92 áram, samdi sjálfur eitt leikrit og gerði frum- drög að mörgum, varð lærimeistari og vinur Indriða Einarssonar („Hann vildi gjöra mig að leikritahöfundi," segir Ind- riði, og það tókst sannarlega), leið- beindi honum ungum við samningu Ný- ársnæturinnar og útbjó tjöld og útlit leikenda fyrir fyrstu sýningu leikritsins 1871 — hann vildi stofna „nationala scenu“ í Reykjavík og var hvatamaður að sjóðstofnun með það fyrir augum, að „scenuhús yrði síðar meir byggt fyrir (sjóðinn) —“ Fé þetta rann til L. R. við stofnun þess, og var því varið til að stuðla að byggingu Iðnó. „Með framsýni sinni má segja, að Sigurður Guðmunds- son hafi þannig lagt grundvöllinn að allri starfsemi Leikfélags Reykjavíkur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.