Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 102
292 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR manna, sem hljóta það hlutverk að búa þjóðinni margra alda örlög. Fræðimenn hljóta að taka það til rækilegrar athug- unar og endurskoða álit sitt á þessu fræga skeiði í sögu þjóðarinnar. En Gunnar hefur einnig rétt þeim, sem vilja kynnast Sturlungu, gott leiðarhnoða um myrkviði ritsins, og þeim, sem vilja afla sér staðbetri þekkingar á þessu tíma- bili en hægt er að fá af yfirlitsverkum, aðgengilegt rit um rás atburðanna. Og enginn íslendingur, kominn til vits og ára, getur leyft sér að kunna ekki dágóð skil á einhverju stórbrotnasta skeiði ís- lenzkrar sögu. í ritinu hef ég rekizt á einstakar mis- sagnir eða vafasamar fullyrðingar. Á bls. 9 segir, að tengslin milli íslendinga og Norðmanna hafi verið svo náin allt frá fyrstu byggð íslands, „að slíks munu engin dæmi í allri sögu mannkynsins um tengsl tveggja þjóða, sem stjómarfars- lega eru með öllu óháðar hvor annarri“. Það er jafnan hættulegt að taka svona djúpt í árinni, því að ýmsar hliðstæður kunna að finnast, t. d. sumar svokallaðar nýlendur Grikkja í fornöld. Á bls. 15 er Hænsna-Þórissaga talin frá miðri 12. öld í stað 13. aldar, og á bls. 37 segir, að menn Snorra hafi vantað „hrís undir pottinn sinn“ og viljað „draga sér hrísl- ur úr kesti Magnúsar“ allsherjargoða, en í Sturlungu stendur, að þeir hafi höggvið sér kylfur, „sem þá var títt að bera til dóma“, úr viðarkesti Magnúsar. Slíkar misfellur mætti telja fleiri, en þær breyta litlu um gildi bókarinnar, þótt þær séu ekki til bóta. Ritið er gefið út í hinum nýja kjör- bókaflokki Máls og menningar. fíjörn Þorsteinsson. Lárus Sigurbjörnsson: Þáttur Sigurðar málara Brot úr bœjar- og menningar- sögu Reykjavíkur. Helgafell, Rvík 1954. „Málara-aumincinn er að deyja — úr bjúg og tæringu. Ég sat (í Davíðshús- inu) yfir honum í gærkvöldi, og gjörði „skeifur“, þegar ég gekk út. Hann lá í hundafletinu í einum bólgustokk, ískald- ur undir tuskum og aleinn — og ban- vænn, alltaf að tala um, að ekkert gangi með framför landsins." — „... á 3. degi þar frá var hann himlaður." Þannig lýsir Matthías Jochumsson í kunningjabréfum heimsókn sinni 3. september 1874 til Sigurðar málara, eins af þeim mikilmennum sem íslenzkri smámennsku tókst að kála á bezta aldri, fjörutíu og eins árs. í grein um Sigurð í Andvara 1889 farast Páli Briem orð á þessa leið: „Menn sáu hann ... ganga fátæklegan um götumar í Reykjavík, heyrðu, að hann fengi gefins að horða tímakorn á veturna í húsi einu í bænum, og því er ekki að furða, þótt sumir menn hristu höfuðið, þegar þeir sáu hann. Þeir sáu ekki annað í honum en ónytjung, sem ekki hefði dug til þess, sem hann hefði lært í æsku, og þeim var illa við hann. því þeir vissu, að hann var tannhvass og fór stundum ómjúkum orðum jafnvel um þá, sem völdin og féð hafa.“ f eftirmælum um Sigurð segir Matt- hías: „lán hans sýndist lítið/ og launin stríð og böl,“ en Steingrímur í sínum: „Hann elti ei lán né lánið hann/ og langt var þeirra milli.“ — Hvílík f jarstæða að telja Sigurð Guðmundsson lánlausan mann. Það er sannast mála, að þjóð vor
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.