Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 49
SÁLFRÆÐI NÚTÍMANS 239 Á síðari öldum hafa hvítir menn lagt undir sig mikinn hluta heimsins. Sú kenning, að hvíti kynþátturinn væri öllum æðri og búinn beztum hæfileikum fékk þá byr undir báða vængi. Þessi kenning hefur oft verið notuð til að réttlæta yfirráð Evrópuþjóðanna yfir „frumstæðum“ þjóð- um í öðrum heimsálfum. Margar kenningar hafa verið settar fram um yfirburði einstakra kyn- þátta. Bezt þekkt er ef til vill kenning þýzku nazistanna um yfirburði norrænna þjóða. I Suður-Afríku eru forréttindi hvítra manna og yfirráð þeirra yfir öðrum kynþáttum réttlætt með því að hinir síðarnefndu séu miklu frum- stæðari erfðafræðilega séð, og beri því að varast kynþáttablöndun milli þeirra og hvítra manna. Þeir aðilar í Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem barizt hafa gegn jafnrétti svertingja og hvítra manna, hafa oftast rökstutt skoðanir sínar með því, að svertingjarnir væru minni hæfileikum búnir en hvítir menn og bæri því ekki að njóta sömu réttinda. Við sjáum þá, að kenningar um sálfræðilegan mismun kynþátta eiga drjúgan þátt í að auka andúð milli kynþátta, kynþáttaofsóknir og undir- okun einstakra kynþátta, eða a. m. k. eru þessar kenningar oft notaðar til að réttlæta slíkt. Það er þá eðlilegt, að við spyrjum: Hvað geta sálfræðilegar rannsókn- ir síðari ára frætt okkur um kynþáttamismun? Eitt af því fyrsta, sem við verðum þá að svara, er: Á hvaða grundvelli getum við talað um að- greinda kynþætti? Er yfirleitt hægt að finna vísindalegan grundvöll til að byggja kynþáttaskiptingu á? Er það þá svo, að vissir sálfræðilegir eiginleikar einkenni hvern kynþátt fyrir sig? Og sé svo, er kynþáttamis- munurinn í þessu tilfelli arfgengur eða hefur hann myndazt fyrir áhrif umhverfisins? Rannsóknir síðari ára gefa nokkur svör við þessum og áþekkum spurningum, og skulum við líta nánar á niðurstöður þeirra. Fyrst verð- um við þó að gera okkur ljóst, hvað átt er við með hugtakinu kynþáttur, og því næst nefna nokkur af þeim vandamálum, sem sálfræðingar mæta, þegar finna skal hæfar rannsóknaraðferðir til að rannsaka hugsanlegan sálfræðilegan mismun kynþátta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.