Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 34
GEIR KRISTJ ÁNSSON: Hótelgestir — En þetta garnagaul í þér! hreytti hún útúr sér. Þau sátu tvö ein við borð undir jaðri tjaldþaksins, sem haft var til að skýla gestum fyrir regni og sól. Borðin næst þeim voru auð, en við horn- borð í þriðju röðinni þar sem gengið var inn í veitingasalina sátu fjórir rosknir menn og sneru að þeim bökum. Ungur þjónn með þurrku á handlegg stóð við dyrastafinn og horfði hugsandi út á götuna; annar var að hagræða blómum og skipta um dúka á borðunum lengra í burtu. Stundum og alltaf óvænt sló bikþef fyrir vit þeirra, því neðar í götunni var unnið að viðgerð á akbrautinni. Þetta var sólarlaus og tómlátur dag- ur með þungum himni og skuggalegri birtu — síðsumardagur með haustgrun í lofti. Maðurinn á móti henni lagði kollhúfur og þagði. Frakka sinn og úttroðna skjalatösku úr gulu leðri hafði hann lagt á auðan stól við borðsendann. Andlit hans var búlduleitt og smáfrítt, ofur- lítið nautnalegt, með máttlausri hrukku á milli augnanna og þvílíku hlutleysi í svipnum eins og hann vildi segja við allt umhverfið: „Ég er hér ekki á mínum eigin vegum, og meðan ég stend hér við skulum við láta eins og við vitum hvorugt af öðru.“ Þau voru nýbúin að borða og hann sat enn og handfjatlaði matseðilinn — sneri honum á ýmsa vegu og rýndi í hann eins og honum þætti hann með fádæmum fróðleg lesning. Konan sem var á svartri dragt svældi sígarettur án afláts og lygndi aug- unum. Stundum dró hún munnvikin niður á við í beiskjublöndnum leiða. Hún var komin á þann aldur, þegar kvenfólk fer að fá fyrstu var- anlegu hrukkurnar kringum munn og augu og öll liðamót verða berari. Hún var ein af þeim sem horast með aldrinum. Það var hún sem hafði ráðið því að þau lögðu lykkju á leið sína og settust upp á hóteli í þessari leiðinlegu borg, óhreinni og gleðivana með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.