Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 97
UMSAGNJR UM BÆKUR 287 vel í mannkynssögum sósíalískra landa'1. Af skáldlegum eldmóði bregð* ur hann upp ógleymanlegum myndum af hetjum fornaldarsagnanna og glæðir þær nýju lífi með þjóðfélagslegri skýr- greiningu. Sigurður Fáfnisbani verður honum hin ódauðlega hetja ættasamfé- lagsins, „raunverulega miklu táknrænni og tragiskari hetja þessa hrynjandi þjóðskipulags en nokkur af grísku hetj- unum í Ilionskviðu", en Einar viður- kennir með nokkrum trega, að „listtöfr- ar HómerskviÖanna, fáguð, klassísk myndhöggvaralist Grikkja og loks rót- gróin erfð með yfirstéttum stéttaþjóð- félagsins um tvær árþúsundir", hafi lyft hetjum Hómers hærra í meðvitund þjóðanna en íslenzka bændasamfélagið gat náð með hetjur sínar. En þótt Is- Jendingum tækist ekki að skapa ger- mönskum lietjum slík listaverk, að þeim hlotnaðist aðdáun heimsins, þá fengu þeir menningararf germönsku ættsveit- anna í vöggugjöf. „Einungis á íslandi, þar sem leifar sjálfs ættasamfélagsins héldust lengst, geymist íninningin um Sigurð Fáfnis- bana upprunaleg og sönn. IJar varð- veittust allt fram til ritaldar á vörum fá- tækrar þjóðar Ijóð og sögur um þau Sigurð, Brynhildi og Guðrúnu. Hvergi nema á IsJandi getur um Aslaugu dótt- ur Sigurðar og Brynhildar. Islenzka þjóðsagan lætur hana leynast í hörpu Heimis og alast upp á laun í fátækt í koti karls. Islenzka ættasamfélagið var einmitt stofnað til þess að forða eða fresta hinum hrapallegu örlögum, er orðið höfðu hlutskipti ættasamfélag- anna á meginlandinu, og hetjukynslóð Völsunganna og Gjúkunganna hlaut því að vera því hugfólgin. Frjálst hænda- fólk á íslandi kenndi erfð þessa stór- brotna kyns í blóði sér og dreymdi um að bera hana fram til sigurs. Til stað- festingar ltinum andlega og sögulega skyldleika tók það jafnvel hinar föllnu hetjur upp í ættartölur sínar.“ Síðasti þátturinn í þessum kafla fjall- ar um það, hvernig endalok ættasamfé- laganna endurspeglist í goðheimi heiðn- innar. Hann nálgast að vera þjóðfélags- leg og sálfræðileg krufning á goðakvæð- um og sögum ásatrúar. Þessi kafli er bráðsnjall og skáldlegur eins og margt annað í þessari bók, en er þó svo fræði- legur, að hann rekst hvergi fræðilega á staðreyndir vísindamanna, sem Einar mun ekki þekkja. Svipað er að segja um kaflann: Völuspá, „Reikningsskil og framtíðardraumur11 og „Njála — harm- saga ættasamfélagsins". Bók Einars neistar af nýjum hug- myndum og þjóðfélagslegu innsæi í forna tíma, en er þó jafnframt mjög fræðileg. Nákvæmari fræðimaður en ég mun geta fundið einstaka missagnir eða prentvillur í ritinu, þó varla margar. Norski sagnfræðingurinn Andreas Holmsen er nefndur Magnús á bls. 240 og Oddi Helgason er fortakslaust talinn vinnumaður á bls. 202, þótt verið geti, að hann hafi verið bóndi. Einar gerir sennilega fullmikið úr gildi tíundarlag- anna í þjóðfélagsþróuninni eins og reyndar margir aðrir. Ég á bágt með að skilja, að löggjöf á þjóðveldistímanum sé mikið annað en viðurkenning á stað- reyndum. Tíund hlýtur að hafa verið komin á víða um land, áður en tíundar- lögin voru gerð. Einnig ætla ég, að Ein- ar geri fullmikið úr mismuni á höfð- ingjavaldi á síðari hluta 11. og fyrri Iduta 13. aldar. Smásmygli er alltaf nauðsynleg hverj- um fræðimanni, og það sem ég hef bor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.