Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 83
JAFNVÆGI EÐA MISVÆGI í ALÞJÓÐLEGUM VIÐSKIPTUM 273 leiðingar fjármálasteínu annars hvors ríkisins verði sú, að framboð gjaldmiðils þess haldist um langt skeið meira en eftirspurn eftir honum, ef gengisskráning helzt óbreytt. Þær aðstæður gætu ekki skapazt, ef bankastarfseminni væri svo hagað, að tekjur þjóðarinnar og útgjöld svöruðu til þess, er þær hefðu verið, ef slegin mynt væri eini gjaldmið- illinn. Miðað við óbreytta gengisskráningu, hlýtur samkvæmt því „jafn- an að vera til eitthvert peningamagn. sem í umferð mundi svara til þess, að innlent verðlag og upphæð þjóðarteknanna yrðu þá slík, að jafnvægi héldist í viðskiptum við útlönd. Af því leiðir, að misvægi helzt um langt skeið, að annað peningamagn en hið fyrrgreinda hlýtur að vera í um- ferð ... í þessum mjög svo mikilvæga skilningi. verður þess vegna sagt, að misvægi í greiðslujöfnuði við útlönd og skortur á erlendum gjald- miðli eigi alltaf rætur sínar að rekja til fjármálastefnu þeirrar, sem við- höfð er.“ Prófessor Robbins heldur því raunar ekki fram, að tilefni greiðslu- hallans þurfi endilega að vera fj ármálalegt. Aftur á móti gefur hann hvergi í skyn, að orsaka langvarandi greiðsluhalla geti verið að leita í misræmi í heimsbúskapnum, misræmi, sem er erfiðara viðfangs en svo, að áhrif þess verði máð út með hagræðingu fjármálastefnu viðkomandi ríkja. III Prófessor John H. Williams hefur hins vegar fyrirlestur sinn á því að ræða þetta vandamál og kallar það ás, sem allar umræður um milliríkja- verzlun hafi snúizt um síðustu ár. Hann spyr: „Stafar sá þráláti greiðslu- halli, er mörg lönd hafa átt við að etja að undanförnu, af því, að þau hafa ekki fylgt tilskildum fjármálareglum, svo að ekki hefur gætt til- hneigingarinnar til jafnvægis í alþjóðlegum viðskiptum?“ eða „er nokkur slík tilhneiging til jafnvægis til staðar?“ Þessi tvö sjónarmið þurfa samt ekki að teljast ósamræmanleg. Hitt verður þó haft til marks um, hve mjög skilur á milli, ef þau eru teygð til hins ítrasta, að sumir telja, að einungis þurfi að reka gullfótarstefnu í fjármálum til að öll greiðsluvandræði hverfi fyrir atbeina frjálsrar samkeppni, en aðrir halda því jafn eindregið fram, að eina meinabótin, er dugi, sé alger áætlunar- búskapur.“ Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1954 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.