Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 17
KLUKKAN HENNAR ÖMMU
207
mín dó þegar ég var á öðru ári. faðir minn hafði heitið Jón og verið
sjómaður. Amma sagði mér eitt sinn. að liann hefði farizt missiri áður
en ég var í heiminn borinn; en þegar ég spurði hana um ætt hans og
uppruna, sló hún jafnan út í aðra sálma eða þagði sem fastast. Á Græna-
teigi var aldrei minnzt á foreldra mína, en samt var ég ekki í neinum
vafa um að hjónin kynnu sögu þeirra betur en ég; og úr því að hvorki
þau né amma vildu rifja hana upp, þá hlyti hún að vera mér á einhvern
hátt til minnkunar. Það bar við stöku sinnum, að vitneskjan um munað-
arleysi mitt hitaði mér í hamsi, — ég skyldi sýna þeim öllum hvað ég
gæti, ég skyldi kaupa mér orgel þegar ég væri orðinn stór, aka því á
vörubíl inn dalinn, nema staðar á hverjum bæ og fylla gervallan himininn
máttugu tónaflóði. Hitt var þó oftar, að ég sætti mig við hlutskifti mitt
og lézt ekki taka eftir því að Aöalheiður gældi öðruvísi við mig en Ing-
unni og Bjössa. Ég fékk nóg að borða, mér leið vel, aldrei skyldi það
spyrjast, að ég væri vanþakklátur drengur. Austur í Rússlandi dóu börn
úr sulti, sagði Sighvatur frændi, hrundu niður eins og flugur.
Nú má ekki skilja orð mín svo, að ég hafi ekki átt margar hamingju-
stundir á Grænateigi. Eg hef oft hugsaö um það síðar, að ég mundi hafa
farið mikils á mis, ef ég hefði eingöngu alizt upp í þorpi. Mér var hlýtt
til fullorðna fólksins og þótti fjarskalega vænt um hestana, einkum
Stjörnu og Faxa. Auk Bjössa litla og Ingunnar lék ég mér oft við heim-
alninginn og kálfinn, hundinn Sám og fressköttinn Kampalang. Lóu og
spóa þarf ég varla að minnast á, né heldur þúfutittling, maríuerlu og
stelk, öll börn hafa yndi af fuglum. En þetta þriðja sumar mitt á Græna-
teigi eignaðist ég nýja vini. Það voru blómin.
Eg var einlægt að koma auga á blóm sem ég hafði ekki veitt neina al-
hygli áður, blóm á túni og engi, blóm í hlíÖum og holtum, melablóm og
klettablóm, angandi smáblóm í leynum innan um skriðkjarr og víði-
runna. Sum þessara blóma urðu mér undarlega nákomin, og því hug-
fólgnari sem þau spruttu á hrjóstrugri stað. Ég sá þau lyftast upp úr jörð-
inni, upp úr grjótinu, krónur þeirra skinu við sólu í hógværum litum og
drúptu votar undir lágskýjuðum himni. Ég sá þau glata æsku sinni, legg-
urinn svignaði, krónan minnti á andlit önnnu minnar, fyrr en varði voru
þau hliknuð og visnuð. Ævi þeirra, líf allra sem fæðast og deyja, var mér
sama ráðgáta þá eins og í dag. Það vildi til, að ég talaði við blómin,
spyrði þau í hálfum hljóðum hvort þau færu til Himnaríkis þegar þau