Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 10
200 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þögn bætti hún við: Ég er nú reyndar hætt að hugsa um tímann, ég er orðin svo gömul og löt. Oddvitafrúin vitnaði aftur í þjóöskáldið, fögur sál væri ávallt ung, sagði hún. en hinar konurnar kinkuðu kolli. Ég hljóp út í þessum svif- um, því að frændi minn reiÖ í hlaö, Sighvatur bóndi á Grænateigi, og Aðalheiður kona hans, og bundu Stjörnu og Faxa við snúrustaurinn. Amma mín hafði ekki við að hella upp á könnuna þennan blíða vordag; hún átti ekki aðeins vinsældum að fagna í þorpinu okkar, heldur á ýms- um bæjum í dalnum, enda hafði hún verið ljósmóðir í rífan aldarfjórð- ung. Þegar við fórum að hátta um kvöldið var hún oröin svo þreytt, að hún gleymdi alveg að minna mig á að lesa bænirnar mínar. Ég las þær öngvu að síður og sagði amen mjög skilmerkilega, meira að segja tvisv- ar, en hlaut ekkert hrós að launum, því að amma mín var þegar sofnuð. Síðan lá ég vakandi góða stund, hlustaöi á nýju klukkuna tifa og beið þess að hún slægi á miðnætti. Hún sló öðruvísi en gamla klukkan, hljóm- urinn var skærari miklu og kaldari, en auk þess tifaði hún hraðara, líkt og hún þyrfti að halda í við fóthvatari tíma en við höfðum átt að venjasl í kofanum okkar. Hvernig sem á því kunni að standa, þá fór um mig annarlegur beyg- ur. Merking þess dags, sem nú var liðinn, slóð mér allt í einu fyrir hug- skotssjónmn: Sjötugsafmæli ömmu minnar táknaði einungis, að hún hafði færzt uggvænlega nálægt dauðanum. í fyrsta skifti á ævinni varð mér ljóst, að eitt sinn hlvti hún að deyja og hverfa ofan í djúpa gröf í kirkjugarðinum hjá leiðum móður minnar og afa. Þegar hún væri dáin ætti ég veslingurinn öngvan að, — öngvan í öllum heiminum, nema ef til vill Sighvat frænda á Grænateigi. Svo mundi ég líka deyja sjálfur, kannski áður en ég hefði lært á bíl eða skoðað náttúrugripasafnið í Reykjavík, börn og unglingar dóu stundum úr berklum eða öðrum háskalegum sjúkdómum. Mér varð svo mikið um þessar óvæntu hug- renningar, að ég var kominn á fremsta hlunn að fara fram úr bólinu og vekja ömmu; en í stað þess spennti ég greipar, las bænirnar mínar að nýju, eða öllu heldur þuldi þær aftur og aftur, unz mér varð rórra. Guð, sagði ég við sjálfan mig, Himnaríki. Og áður en ég vissi af var ég sofnað- ur. Svo var það eitt kvöld hálfum mánuði síðar. að ég sat við gluggann og las a:fintýri. en amma mín prjónaði sokkbol. Um leið og ég gerði hlé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.