Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 27
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON
217
mannasjónum, eða gamlar konur, en þó salt jarðar, fólk sem setti sögur
og kvæði efst lífsgæða hér á jörð, lifði og dó með fræði á vörum. Hjalið
um lítil og stór skáld er að því leyti blekkíng, að skáldskapurinn er í
sjálfu sér stór, og sá sem temur sér að sjá veruleikann í skáldskap og
skáldskap í veruleikanum hefur eignast stór sjónarmið í lífinu, hin stóru
sjónarmið lífsins.
Meiripartur þess skáldskapar sem venjulegur íslendíngur inndrekkur
með móðurmjólkinni, og man leingst, eru vísur og stef eftir ónafngreind
skáld, brot úr þjóðarskáldskap sem einginn veit höfund að, en er venju-
lega djúpur á einfaldan hátt, skemtilegur í orðalagi, og af slíkum hagleik
saman settur að þar verður hvergi orði umþokað til bóta; þessi skáld-
skapur er í sérhverri kynslóð einlægt jafnnýr og úngur og góður, líkur
þeim dýrgrip sem fer í björg og brotnar ekki, fer í eld og brennur ekki,
fer í sjó og sökkur ekki. Skáld á fslandi sem aldrei hlutu sögulega frægð
hafa jafnan verið öld sinni þarfir, og sumir þarfari en hinir sem hærra
nafn hlutu síðar. Og ljóðagerð sýsluskálda, sveitarskálda og þeirra
skálda sem miðuðu kveðskap sinn við takmörkuð svæði eða einhvern
sérstakan hóp manna, til dæmis vermenn í einhverri veiðistöð, þessi
skáldskapur hefur eigi síður en verk þjóðskálda sem svo eru nefnd verið
fjörgjafi menníngar á íslandi og sannur lífsþáttur. Og þann dag sem
skáldskapur á fslandi fer að verða sérfræðíngavinna af því tagi sem að-
eins skírskotar til sérfræðínga, án lífræns sambands við þjóðina, þá er
hætt við að sú almenn arfleifð Ij óðs og sögu sem verið hefur séreign ís-
lendínga sé öll — og þá væntanlega eitthvað annað og betra komið í
staðinn.
Guðmundur bóndi Böðvarsson á Kirkjubóli hefur tekið við þessari
arfleifð íslands, sem framar öllu er eign íslensks almenníngs, en ekki
tómra frammámanna eða frammúrmanna; þessi yfirlætislausi en hauk-
eygi maður hefur geingið til salar í hinu aldna húsi og lagt fram þann
verka sem skipar honum öndvegi þar með sjálfsögðum rétti. Skáldskap-
ur hans er jafn náttúrlegur og blátt áfram og grasið sem vex á jörðinni.
Og enn höfum vér fyrir augum fagnaðarríkt dæmi þess hvernig óbreytt-
um manni á fslandi er innborið að skynja tímann og skapa líf sitt í birtu
skáldskaparins, hefja veruleik lifs síns til sjálfstæðrar listsköpunar; og
það er einmitt þetta eðli íslendíngsins sem því hefur valdið að ísland
stendur nær iniðbiki heimsins en útjaðri. Hver sem blaðar í óði skálds-