Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 65
EINAR KRISTJÁNSSON:
Gjafir elskhuganna
Ásbjörn liggur vakandi í rúminu, þó að klukkan sé ekki nema tæplega
sex. Hann hefur vanizt því að fara snemma ofan til þess að fá sér skerpu-
kjöt. áður en hann fer í vinnuna, því að hann er uppalinn í Færeyjum.
Hann tekur kollóttan stól og setur hann undir þakgluggann og stingur
ljósu og hrokkinhærðu höfðinu út í himinblámann. Það er glaða sólskin.
Hann starir upp fyrir sig, og honum finnst hann vera eitthvert furðuverk
á botni himinsins. Hann er hálfklæddur og borðar skerpukjötið með
guðsgöfflunum.
Hugsanir hans um tilveruna eru ósköp svipaðar frá degi til dags, þeg-
ar ekkert óvænt grípur inn í hversdagslif hans. Og þennan rnorgun eru
heimspekilegar hugleiðingar hans á þessa leið:
Hérna á Islandi kemur sólin uj>p í austri en sezt í útnorðri ef ekki í há-
norðri.
Harm hugsar um þelta dálitla slund og étur skerpukjöt. Hann virðir
unrhverfið fyrir sér. Hann kann vel við sig á þessum stað. Að eiga heima
í úthverfi borgariimar, og það hérna við þjóðveginn, finnst honum dá-
samlegt. Og hann hefur fengið ást á þessum blettum og þessum litlu hús-
um hérna í kring. Borgin er að þenjast út, hún skríður áfram og læsir sig
utan um nálæg bændabýli og svelgir þau í sig eins og skriðjökull. Áður
en varir eru lrýlin, nreð öllu, sem þeim fylgir, komin inn í borgina og
þau dagar þar ujopi eins og fornaldargóss.
Jaðar borgarinnar vaktrar fyrr ett borgin sjálf. I einni svipan er sum-
arloftið orðið fullt af allskyns hljóðum og hljómunr, samfelldum hávaða.
Köll og háreysti manna, svínarýt, hundgá, hænsnagagg, öskur nautgripa,
vélsköll í bílum og bifhjólum, sem hendast eftir þjóðveginum í áttina til
borgarinnar. Og þessi hljóð blandast á einkennilegan hátt korri í dúfu,
sem á hreiður á syllu undir vindskeið hússins, og japlinu í Ásbirni og
viðureign við skerpukjötið.