Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 11
KLUKKAN HENNAR OMMU 201 á lestrinum og íletti við blaði í bókinni, þóttist ég íinna á mér, að ekki væri allt með felldu. Amma, sagði ég og benti á kommóðuna, klukkan stendur! Ha, sagði amma mín og leit upp. Ojá, hún stendur reyndar klukku- greyið, það ber ekki á öðru. Eg hef víst gleymt að draga hana upp í gærkvöldi. Að svo mæltu lagði hún frá sér prjónana og gekk að kommóðunni. Ég hélt áfram að lesa æfintýrið eins og ekkert hefði í skorizt, en heyrði brátl að amma mín var farin að tauta eitthvað við sjálfa sig, — nú þyk- ir mér týra! sagði hún, detta mér nú allar lýs úr höfði! Hún starði forviða á afmælisgjöfina sína, lauk upp hurðinni á lienni í annað sinn og snart gljáandi dingulinn. Það heyrðist óverulegt gang- hljóð í klukkunni, dingullinn sveiflaðist stirðlega, en hékk í næstu andrá lóðréttur og hreyfingarlaus, eins og honum væri af dularfullum ástæð- um fvrirmunað að þreyta kapphlaup við tímann. Amma mín snart hann aftur, en lét síðan á sig gleraugu, færði vísana lítið eitt, hallaði klukkunni á ýmsa vegu og hristi hana varlega, því að slíkar aðgerðir höfðu ætíð vakið gömlu klukkuna okkai- af dái. Allt kom fyrir ekki. Kvenfélagsklukkan stóð eftir sein áður. Æ, fari það nú grákollótt! Þú hefur þó ekki verið að fikta við hana drengur minn? Nei, sagði ég. Mér er þetta hulin ráðgáta, sagði amma mín og varp öndinni. Eg kem henni ekki á stað, skömminni þeirri arna. Má ég reyna? Skemmdu hana þá ekki, sagði amma mín. Ég tyllti mér á tá og fór nákvæmlega eins að og hún, hallaði klukk- unni ýmist til vinstri handar eða hægri, fram eða aftur, hristi hana of- urlítið, færði vísana, potaði í dingulinn spekingslegur á svip og lagði hlustir við hverju hljóði innan úr sigurverkinu. Loks kvað ég upp þann úrskurð, að klukkan hlyti að vera biluð. Biluð! Ný klukkan! Amma mín hló að slíkri fjarstæðu. Ónei, hún ætti eftir að liðkast, það væri allt og sumt, kannski færi hún sjálfkrafa á stað í nótt.,Yið skulum bíða átekta væni minn, og ekkert vera að hafa orð á þessu við aðra, sagði ainma. Sumir gera úlfalda úr mýflugu. í þorpinu okkar var enginn úrsmiður, en Jóakim Jónsson leysti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.