Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 80
HARALDUR JÓHANNSSON: Jafnvægi eða misvægi í alþjóðlegum viðskiptum? i I þjóðfélagsfræðum eru kenningar almennar ályktanir. dregnar af reynslu eins eða fleiri landa eitthvert tímabil. Lætur að líkum. að gildi þeirra er fjarri því að vera einhlítt. Áður en kenningar þessar eru hafð- ar að mælikvarða á stefnur og stefnumið. verður að ganga úr skugga um, að þær gildi við aðstæðurnar, sem til staðar eru hverju sinni og gagnólíkar kunna að vera þeim, sem þær eru upp úr sprottnar. Hagfræðin er sízt undantekning í þessum efnum. Kenningar hennar eiga rætur sínar að rekja til þróunar efnahagsmála síðustu aldirnar. En hagsaga nýju aldarinnar hefur einkennzt af róttækum breytingum í atvinnuháttum og örum vexti atvinnuveganna. Það afl, er knúði þessa þróun fram, voru viðskipti Vestur-Evrópu við umheiminn. Þau tóku smám saman að færa út kvíarnar upp úr krossferðunum, unz þau náðu yfir heim allan. Landafundirnir miklu, nýlendustofnanir Vestur-Evrópu- ríkjanna og iðnbyltingin mörkuðu áfanga á þeirri leið. Framþróun þessi hraut af sér fornar siðvenjur, gömul kenningakerfi. aldnar stofnanir og hefðbundið stjórnarfar. í kjölfar þessara umbyltinga sigldi ný lífsskoð- un frjálsræðis, frjálsræðis til handa öflum þeim, er verið var að drepa úr dróma, svo að þau gætu rutt sér til rúras. Svip lífsskoðunar þessarar har klassisk ensk hagfræði, en ]>ví nafni er oftast nefnt kenningakerfi þau, sem Adam Smith, David Ricardo og lærisveinar þeirra stóðu að. Klassisk ensk hagfræði var reist á þeirri meginforsendu, að grundvallarsamræmis gætti í atvinnulífinu. Af þeim ástæðum bar ekki nauðsyn til, að stjórnarvöldin hlutuðust til um at- vinnuvegina. Þvert á móti gat ihlulun þeirra verið varhugaverð. Hún gat raskað því jafnvægi, sem fyrir hendi var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.