Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 44
234 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stjóri Dyrhólahrepps og um sama leyti sýslunefndarmaður. Hreppstjórn- arstörfum skilaði hann af sér þá er hann var um áttrætt, en gegndi sýslu- nefndarstörfum til dauðadags. Um langt skeið var hann formaður sókn- arnefndar. Lét hann sér mjög annt um kirkjuna og sótti kirkju hvern messudag. Engum þeirra sem þekkja til vinnu við margvísleg félagsmál og opin- berra skyldustarfa, getur dulizt að mikið af tíma og orku þarf til þess að standa þar framarlega eða hafa forustu áratugum saman, jafnvel þó að maður sé vel verki farinn. En það var Eyjólfur hreppstjóri líka, prýði- lega verkfær. Það var ágætt að vinna með honum og undir stjórn hans, kynntist ég því bezt við skattanefndarstörf í nálægt 30 ár. Lundin var glöð og hugkvæmnin óvenjulega viðbragðsfljót og verkleg. Löng íhug- un var honum síður lagin. Ég hef hér að framan nefnt fjölda félags- og sveitarstarfa, sem Eyjólf- ur á Hvoli hafði meiri og minni afskipti af um lengri eða skemmri tíma. Hafa þó ekki öll kurl komið þar til grafar. En því hef ég fremur gert en ógert látið að tína margt til, að þrátt fyrir svo mörg tímafrek og vanda- söm viðfangsefni, til viðbótar sínum hlut í stjórn á stærðarbúi um fullt fjörutíu ára skeið, semur Eyjólfur og sendir frá sér ritverk, sem vekja maklegt lof og aðdáun dómhærra manna, þegar hann er kominn á átt- ræðisaldur. Það var merkileg tómstundavinna og munu fá lík dæmi fiimast. Veit ég að Eyjólfur taldi sig eiga mikið að þakka ágætum skiptum við Mál og menning. Aðrir sem hann hafði leitað til, sáu sér ekki fært að taka ritin að sér til útgáfu. En þá er hann leitaði til Máls og menningar, skipti svo um, að ritin voru tekin hvert af öðru, prentuð og send út, með þeim árangri sem öllum er nú kunnur. Afi og amma, Pabbi og mamma og Lengi man til lítilla stunda, eru bækur hver annarri betri. Þær eru heilbrigðar, skennntilegar, fróðlegar, kryddaðar fjölda smásagna, þarf- legra aukaatriða og auk þess margs konar fyndni, sem kemur oft öllurn á óvart. Fyrir þessar bækur verða Mýrdælingar alltaf í mikilli þakkarskuld við höfundinn. Eyjólfur á Hvoli var vel á sig kominn, framkoman fáguð, góðlátleg og geðþekk. Hvar sem liann kom flutti hann með sér birtu í bæinn. Á sam- komur var eftirsóknarvert að fá hann, fram á gamals aldur, þar talaði hann jafnan og sagðist þá bezt er hann var blaðalaus og óviðbúinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.