Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 54
244 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sálfræðilegu staðreynd, að viðhorf okkar og vonir ráða nokkru um það, hvað við skynjum. Þegar við gerum athugun á kynþáttamismun, rannsökum við svið, þar sem ákveðnar skoðanir og hleypidómar eru ríkjandi. Við megum því vera vel á verði, svo að við túlkum ekki niðurstöður rannsókna okkar ósjálfrátt í samræmi við það, sem við eigum von á að finna. Þeirri hugmynd hefur oft verið hreyft, að sumir kynþættir væru frum- stæðari en aðrir líffærafræðilega séð, og væru því skemur á veg komnir á þróunarbrautinni. Með þessu er átt við, að sumir kynþættir séu meir en aðrir í ætt við apa og þau æðri dýr, sem við teljum, samkvæmt þró- unarkenningunni, að menn séu komnir af. Ef við spyrðum hvítan mann, hvorir honum fyndist líkjast öpum meir, hvítir menn eða svertingjar, mundi hann næstum undantekningarlaust svara, að svertingjar væru miklu líkari öpum. Yfirleitt hafa það verið viðurkennd sannindi meðal hvítra manna, að hvíti kynþátturinn sé lengst kominn á þróunarbrautinni og líkist öpum og öðrum dýrum minnst. Þetta liefur verið rannsakað nákvæmlega af mannfræðingunum Boas og Kroeber. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að enginn einn kynþáttur líkist öpum meir en annar, og enginn kynþáttur geti því talizt öðrum frumstæðari líffærafræðilega séð. Þeir benda m. a. á, að hvítir menn hafi mestan hárvöxt og líkist að því leyti öpunum meir en aðrir kynþætt- ir. Mongólar hafa þynnstar varir allra kynþátta, og líkjast að því leyti öpum. Svertingjar hafa aftur á móti mjög þykkar varir gagnstætt því, sem apar hafa. Ogerlegt er því að færa rök að því, að einn kynþáttur sé líffærafræðilega frumstæðari öðrum. Menning og kynþættir Því hefur oft verið haldið fram, að ólíkir kynþættir hafi lagt mismun- andi mikinn skerf til heimsmenningarinnar og standi á ólíku menningar- stigi. Við höfum t. d. tilhneigingu til að kalla þjóðir Evrópu og Ameríku menningarþjóðir, en telja svo aðrar þjóðir menningarsnauðar. Hér hættir mörgum við hugtakaruglingi. Engin þjóð eða kynþáttur er menningarsnauð. þar eð allir þjóðflokkar hafa einhvers konar menn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.