Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 14
204 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kallaði oít á okkur börnin í þorpinu og gaf okkur sælgæti eða heitar kleinur. Þið skuluÖ vara ykkur á óhræsis pöddunum, sagði hún blíð- lega og klappaöi okkur á kollinn. En ég var að tala um klukkuna hennar ömmu minnar. Hún stóð. Og þegar hún hafði staðið í tvo eða þrjá daga, þá birtist Jóakim allt í einu í dyrunum. Jæja, nú ertu orðin sjötug! sagði hann og hristi hönd ömmu minnar. Eg mátti ekki vera að því að sníkja hjá þér kaffi um daginn, kannski þú eigir eitthvað á könnunni núna? Hann þáði þrisvar í bollann, svolgraði fremur en drakk, kvaðst vera önnum kafinn eins og venjulega, alltaf væri eitthvað að bila, get ég gerl nokkuð fyrir þig, Sigríður mín? Það held ég ekki, sagði amma. Nema þú kæmir klukkunni minni á stað. Hvað er að henni? 0 ekkert sosum. Hún stendur. Nýja klukkan? ,lá, sagði amma mín. Kvenfélagsklukkan? spurði Jóakim forviða og spratt upp af eldhús- slólnum, snaraðist inn í stofu, hristi klukkuna og skók, hallaði henni ýmist til vinstri handar eða hægri, fram eða aftur, færði vísana og sló i dingulinn, rétt eins og við amma mín höfðum gert. Skárri er það bölvuð óþægðin! sagði hann síðan. Ég ælla að skreppa heim eftir verkfærum, kem að vörmu spori. Hann kom eftir tvo sólarhringa með skrúfjárn, tengur, þjalir, nafra og segulstál. Þegar hann var búinn að kveikja í pípu sinni, velti hann vöngum og horfði á klukkuna eins og honum væri um og ó. Ja ég er nú ekki úrsmiður, tautaði hann, en það er ekki hundrað í hættunni, þó ég skoði inn í gripinn. Að svo mæltu fór hann að skrúfa bakið úr klukkunni og tottaði píp- una í sífellu, svo að blár reykurinn þyrlaðist út um munnvikið á honum, líkt og mökkur úr skipi. Mér er í minni hvað fingurnir á honum voru langir og liðugir, hvað hárið á honum var úfið og ennið hrukkótt, en furðulegast þótti mér að sjá hvernig nokkrar sktúfur og málmþynnur loddu við segulstálið. Meðan ég tvísté við hlið lionum og beið þess for- vitinn, að mér birtist sjálft gangvirki klukkunnar, þeyttust reykjargusur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.