Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 56
246
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAK
hinni dauðu náttúru. Vegna tækni sinnar og uppfinninga eru menn nú
minna háðir náttúruöflunum en nokkrar aSrar lífverur. Þeir hafa komizt
langt í aS' gera sér náttúruna undirgefna.
Getum viS þá niiSaS menningarstig viS tæknistig?
Ég held, aS viS gelum naumast miSaS viS tæknistigiS eitt, þótt þaS
geti veriS tnikilvægt á framfarabraul mannkynsins. ViS verSum aS við-
urkenna, að vald manna yfir eigin hugsunum, tilfinningum og athöfnum
er ekki í sainræmi við vald þeirra yfir umhverfinu. Afleiðing þessa er,
að tnenn eyða miklu af orku sinni og hugviti til að eyðileggja hverja
aðra í styrjöldum. Framfarir í félagsfræði og sálfræði hafa verið það
iniklu meir hægfara en framfarir í tækni, að menn óttast jafnvel, að
inannkynið muni tortíma sér með eigin tækni. Ættuin við að miða menn-
ingarstig við það, hvert vald menn hefðu yfir sjálfum sér eða eigin til-
finningum og hvötum, er óvíst, að þjóðir þær, sem hafa konrizt lengst í
tækni, yrðu taldar mestar menningarþjóðir.
Þótt erfitt sé að finna nokkurn mælikvarða til að mæla menningarstig
með, getum við reynt að gera okkur grein fyrir því, hvort vissir kynþætt-
ir séu, eða hafi að staðaldri verið, öðrum kynþáttum frábrugðnir, hvað
inenningu snertir.
Við þurfum ekki að hugsa okkur lengi um, áður en við sjáum, að
mismunandi hópar sama kynþáttar hafa þróað gjörólíkar menningar-
gerðir.
Við getum t. d. bent á það, að hinir ýmsu indíánaþjóðflokkar í Amer-
íku stóðu á mjög mismunandi menningarstigi, þegar hvítir menn komu
þangað fyrst. Sumir þjóðflokkarnir voru konmir miklu lengra en aðrir
í tækni, Iistsköpun og félagsmálum, þótt þeir tilheyrðu allir sama kyn-
þætti.
A þeim tímum, er Forn-Grikkir og Rómverjar stóðu á hæstu menning-
arstigi og liöfðu náð tiltölulega langt í lislum og vísindum, voru íbúar
Norður-Evrópu lítt siðaðar hirðingjaþjóðir. Samt voru allar þessar
þjóðir af sama kynþætti.
Geysilegur munur er á menningarstigi íbúanna í stórborgunr Kína og
menningarstigi afskekktra mongólaþjóðflokka í Tíbet, þótt þeir séu af
sama kynþætti.
Við komumst ávallt að þeirri niðurstöðu, að þaS ráð'i ekki mestu um
menningarstig þjóðflokka, af hvaða kynþætti þeir eru, heldur ræður þar