Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 67
GJAFIR ELSKHUGANNA 257 an við þjóðveginn, tekur hann eftir því, hvað það er hátt. Hann hafði ekki veitt því athygli fyrr en nú, þó hann hefði oft farið þar inn og út. Það er ekki nema fyrir vel æfða leikfimismenn að stökkva yfir svona hátt hlið. Og þessir hermenn, já, þeir hafa ekkert annað að gera en að sofa hjá stúlkum, pressa buxurnar sínar, bursta skóna sína og stökkva yfir hlið. Hann opnar hliðið, fer upp tröppurnar og ber að dyrum. Jóna kemur út í gluggann á náttkjólnum. Hvað viltu? spyr hún kuldalega. Mig langar til að tala við þig. Geturðu ekki valið einhvern annan tíma? Þú kemur fyrir allar aldir. Hvað viltu mér? Opnaðu, Jóna, ég þarf að tala við þig. Nei, ég opna ekki. Komdu seinna og fáðu þér kaffisopa. Hver kom út frá þér í morgun ? Út frá mér? Svafstu hjá kana í nótt? Hvaða spektarmál og veraldarvizku ertu að fara með? segir hún og lokar glugganum og hverfur inn í herbergið. Ásbjörn ber aftur að dyrum, en hún anzar ekki. Loks heldur hann til vinnu sinnar. Ýmsar hugrenningar um samskipti hennar við setuliðs- menn líða fyrir hugskotssjónir hans. Það líða nokkrir dagar. Jóna lætur sem hún sjái ekki Ásbjörn, þegar þau mætast. Ásbjörn vinnur hjá setuliðinu og reisir nýja skála. Hann vaknar klukkan sex og fær sér skerpukjöt og horfir út um þakgluggann. Ungi ameríkumaðurinn heldur áfram að koma út frá Jónu á morgnana í sjöunda himni og stekkur yfir hliðið. Eitt kvöld. þegar Ásbjörn kemur úr vinnunni, stendur Stefanía, kona húseigandans, í dyrunum og býður gott kvöld. Hann tekur undir. Þú hefur víst ekki tekið eftir því, hvort undirfötin mín voru á snúr- unni í morgun, þegar þú fórst í vinnuna? Undirföt? spyr Ásbjörn hissa. Já. Þetta voru alveg spánný undirföt, sem mér voru gefin um daginn. Ég hengdi þau út til þerris í gærkveldi og gleymdi þeim á snúrunni. En í morgun, þegar ég kom á fætur, voru þau horfin. Nei, ég tók bara ekkert eftir því, hvort þau voru á snúrunni í morg- un. Tímnrit Máls og mcnningar, 3. h. 1954 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.