Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 105
L'MSAGNIR UM BÆKUR
295
þeim á bekk góðra listaverka. Það er
villandi að skilgreina einhver verka hans
sem sögur, frásagnir heita það. En sá er
einn sterkasti þáttur listar hans, að
hversdagslegustu frásagnir hans gæðast
dramatík, að baki hinna hversdagsleg-
ustu atburða skín í örlagaþætti heilla
þjóða og alls mannkyns. Það virðist
ekki stór atburður, þótt rauður og þrút-
inn Breti, sem verið hafði herforingi í
Indlandi, reki íslenzkan strák úr vinnu,
fyrst sá strákur er ekki í neinum beygl-
um staddur, þótt svo fari, og andlega
séð er honum heldur ekki nein eftirsjá
að samfélaginu. En skemmtileg frásögn
af dreng, sem stjanar við brezka lax-
veiðimenn uppi í Borgarfirði, er í öllu
sínu yfirlætisleysi allt í einu orðin hlið-
stæða við frelsisbaráttu annarrar stærstu
þjóðar heims undan nýlendukúgun
brezka heimsveldisins, — Indverjar og
Jónas Árnason eru báðir jafnfegnir
lausninni. — Krakkar leika sér og rífast
og fljúgast á í fyrsta snjó vetrarins, eins
og gerist og gengur í hverju þorpi og
hverjum sveitabæ á íslandi og alstaðar
um víða veröldu, þar sem bæði snjó og
börnum er til að dreifa. En í frásögn
Jónasar þróast þessi leikur og rifrildi yf-
ir í eindrægni og söng, og það kemur til
af því, að til þess að reisa snjókerlingu
þarf að gera snjóinn að sameign og síð-
an þarf að hafa samvinnu um bygging-
una. Fjaran, þar sem Pétur Salómonsson
hefur einkarétt á að tína verðmætin úr
sorphaugum Reykjavfkur, hún verður
ekki aðeins örlagafjara þessa sérrétt-
indamanns, heldur þrýstir blær frásagn-
arinnar því inn á vitund okkar, að þessi
fjara er aðeins tákn þeirrar fjöru, þar
sem upp hrúgast sorphaugar mannlífs-
ins og verður örlagafjara mikils hluta
mannkynsins. Og lítil sjóferð á tveggja
manna fari rétt undan iandi á Skjálf-
andaflóa er allt í einu orðin hin mikla
sjóferð kynslóðanna um hið ólgandi lífs-
haf, og þeirri för lyktar gæfusamlega, af
því að víðsýni og lífsreynsla öldungsins
og hin haukfrána sýn æskumannsins
haldast í hendur, annar er ekki yfir hinn
settur, en hver leggur fram það, sem
hann hefur hinum nieira til brunns að
bera.
Safi frásagnarinnar er sóttur í samlíf
við fólkið, sem byggir þetta land, sem
nefnt er fsland. Heiti bókarinnar er rétt-
nefni. Jónas Árnason er einn í hópi
þeirra ungra rithöfunda á íslandi, sem
skynja það með innstu tilfinningum
hjarta síns, að maðurinn er það æðsta
og fegursta, sem til er á jörðunni, og þó
ekki aðeins maðurinn, heldur fyrst og
fremst fólkið, samlíf mannanna. Þess
vegna verður svo elskulega bjart yfir
frásögnum hans. Hann skrifar pistil um
Grímsey. Það er vafamál, að öðru sinni
hafi verið gefin greinilegri lýsing á
Grímsey, landslagi, atvinnuháttum og
sveitasiðum. Þó fer það svo, er við les-
um þennan pistil, að það er ekki fræðsl-
an, sem við fyrst og fremst njótum,
heldur hitt, að komast í samband við
fólkið, sem hann talar við, fræðir hann
um eyjuna og sýnir honum hana. Það
gerir fábreyttustu og hversdagslegustu
hluti athygli verða. Hve lítils vert er það
ekki, þótt úti í Grímsey hafi eitt vorið
fyrirfundizt eitt tvíblóma kríuegg, en
það eitt, að lítil stúlka finnur þetta egg,
gerir það að hugðnæmum viðburði.
Jónasi er veitt sú náðargáfa, og senni-
lega í óvenjulega ríkum mæli, að hafa
ánægju af að umgangast fólk, unga og
gamla, Börn — og annað fólk, hlusta á
það og tala við það. Og hann vanrækir
ekki þessa náðargáfu sína. Hann hlust-