Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 13
KLUKK.AN IIENNAR OMMU 203 [Degjandi langa stund. Síðan íéllsl hann á, að hún kynni að hafa rétt fyr- ir sér, en því miður gæti hann ekki liðsinnt henni undireins, hann yrði að skrifa suður eftir sérstökum tækjum, það væri ekkert áhlaupaverk að ráða niðurlögum pöddu sem hefði búið urn sig í hlust mánuðum saman. Kondu til mín eftir hvítasunnu, ef þér verður ekki batnað, sagði hann, og taktu inn meðalið í flöskunni þeirri arna, tvær teskeiðar á dag. Því fór fjarri að konu Jóakims væri batnað um vorið, en nokkur breyting hafði þó orðið á ósköpunum í eyranu á henni. Hún var ekki mjög þjáð, en öngvu að síður hafði pöddunum fjölgað, þær voru að minnsta kosti þrjár, fullyrti hún, ein suðaði eins og rokkur, önnur sner- ist eins og vindrella, hljóðin í þeirri þriðju minntu á kirkjuorgel. Um fardaga kvaðst læknirinn loks hafa fengið nauðsynleg tæki að sunnan: Hann batt kirfilega fyrir augun á konu Jóakims og krakaði og boraði í eyrað á henni með sundurleitum töngum og prjónum. Þegar aðgerðinni var lokið, spýtti hann sótthreinsunarlyfjum inn í hlustina, leysti bindið frá augum konunni og sýndi henni aflann, sjö dauðar pöddur í gler- skál, jötunuxa, margfætlu, járnsmið, dordingul, loðpurku, brúnklukku og marfló. Hann taldi sennilegast, að það hefði verið jötunuxinn sem söng eins og kirkjuorgel, og skipaði konunni að stinga ávallt baðmullar- hnoðra í bæði eyru áður en hún færi að hátta, svo að hún ætti ekki á hættu að þurfa að hýsa slíkar ókindur framar. Enn leið vor og sumar. Þegar Jóakim hóf tilraunir sínar og nætur- vökur síðla hausts, gerðust þau undur að dularfullu kvikindi tókst að smeygja sér inn í eyrað á konu hans, þrátt fyrir baðmullarhnoðrann, og brauzt þar um ferlega með þungum dynkjum og háum hljóðum, sem minntu á brimgný. Læknirinn taldi óráðlegt að leggja til atlögu við því- líka skepnu fyrr en hún væri farin að dasast, og bruggaði í þess stað kröftugt meðal til að draga úr þjáningum, — taka tvær teskeiðar á dag. Nokkru fyrir páska lét hann svo til skarar skríða og kippti bráðlifandi krossfiski út úr eyranu á konu Jóakims. A þessum firnum hafði gengið í fimm eða sex ár. Jafnvel sandsíli og marhnútar fundu köllun hjá sér til að yfirgefa sjóinn, og lögðu leið sína inn í hlustina á aumingja konunni meðan nótt var myrkust: í fyrra hafði lófastór krahbi buslað í glerskál læknisins eftir langa og harðsnúna aðgerð, og nú var hann nýlega búinn að losa hana við ígulker. Að öðru leyti var konan eins og hún átti að sér, ákaflega prúð og hæglát, dálítið launungarfull á svip og feimin. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.